Mun fólk flýja höfuðborgina? Jón Páll Hreinsson skrifar 10. desember 2020 17:00 Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Byggðamál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar