Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 15:01 Fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst tók gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að veikjast. Þannig kostaði hver evra mest 165 í október þegar krónan var veikust. Undanfarnar vikur hefur krónan hins vegar verið að styrkjast og nú kostar hver evra 153 krónur. Vísir/Vilhelm Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson. Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson.
Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira