Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 15:01 Fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst tók gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að veikjast. Þannig kostaði hver evra mest 165 í október þegar krónan var veikust. Undanfarnar vikur hefur krónan hins vegar verið að styrkjast og nú kostar hver evra 153 krónur. Vísir/Vilhelm Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson. Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson.
Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira