„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“ Baldur Borgþórsson skrifar 8. desember 2020 14:00 Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar