„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“ Baldur Borgþórsson skrifar 8. desember 2020 14:00 Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun