27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 22:51 Trump og eiginkona hans Melania Trump halda frá Hvíta húsinu í dag en þau voru á leið til fundar með stuðningsmönnum Trump í Georgíuríki. Getty Images/Al Drago Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. Tveir þingmenn Repúblikana telja Trump hafa borið sigur úr bítum í kosningunum þrátt fyrir engar sannanir þess efnis. 220 þingmenn úr fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, um 88 prósent allra þingmanna flokksins, vilja ekki gefa upp afstöðu sína til úrslita kosninganna. Washington Post gerði könnun meðal allra 249 þingmanna Repúblikana í kjölfar furðulegs þriggja stundarfjórðunga langs ávarp sem Trump birti á samfélagsmiðlum á miðvikudag. Trump endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum. Hann hélt því meðal annars fram á fjarstæðukenndan hátt að hann hefði í raun „unnið auðveldlega“ í öllum ríkjum. Lýsti ræðunni sem sinni mikilvægustu Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur og reynt að hnekkja úrslitunum í fjölda lykilríkja fyrir dómstólum. Hann og bandamenn hans hafa haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Þeir hafa ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum. Statement by Donald J. Trump, The President of the United StatesFull Video: https://t.co/EHqzsLbbJG pic.twitter.com/Eu4IsLNsKD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2020 Fráfarandi forsetinn hjó enn í sama knérunn í ávarpanu sérstæða á miðvikudag. Þar sást forsetinn í Hvíta húsinu þar sem hann tekur vanalega á móti erlendum erindrekum með bandaríska fánann og fána forsetaembættisins í bakgrunni láta höggin dynja á bandaríska kosningakerfinu og lýðræði með ósannindum, að sögn Washington Post. Lýsti Trump ræðunni sem mögulega þeirri mikilvægustu sem hann hefði nokkru sinni flutt. „Úrslitum þessara kosninga var hagrætt. Allir vita það,“ sagði Trump ranglega. Krefst aðgerða af hálfu Hæstaréttar Hélt forsetinn því fram að „spillt öfl“ hefðu fyllt kjörkassa með fölsuðum atkvæðum. Svikin væru svo stórfelld að umfang þeirra væri fordæmalaust. Krafðist hann þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem hann hefur skipað þrjá af níu dómurum, „gerði það sem er rétt fyrir landið okkar“, það er að ógilda hundruð þúsunda atkvæða bandarískra kjósenda þannig að „Ég vinni auðveldlega í öllum ríkjum“. Spurningarnar sem Washington Post spurði þingmennina, ýmist í símtali eða tölvupósti, voru þrjár. Hver vann kosningarnar? Styður þú eða mótmælir þú tilraunum Trump til að halda fram sigri? Ef Biden fær meirihluta í kjörmannaráðinu, munt þú viðurkenna hann sem löglega kjörinn forseta? Langstærstur hluti þingmanna Repúblikana tóku ekki afstöðu til spurninga Washington Post.Washington Post Aðeins brot af þingmönnum flokksins svöruðu fyrirspurnum Washington Post. Þrjátíu þeirra svöruðu síðustu spurningunni játandi, eða fimm fleiri en viðurkenna sigur Bidens í dag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. 4. desember 2020 11:01 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Tveir þingmenn Repúblikana telja Trump hafa borið sigur úr bítum í kosningunum þrátt fyrir engar sannanir þess efnis. 220 þingmenn úr fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, um 88 prósent allra þingmanna flokksins, vilja ekki gefa upp afstöðu sína til úrslita kosninganna. Washington Post gerði könnun meðal allra 249 þingmanna Repúblikana í kjölfar furðulegs þriggja stundarfjórðunga langs ávarp sem Trump birti á samfélagsmiðlum á miðvikudag. Trump endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum. Hann hélt því meðal annars fram á fjarstæðukenndan hátt að hann hefði í raun „unnið auðveldlega“ í öllum ríkjum. Lýsti ræðunni sem sinni mikilvægustu Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur og reynt að hnekkja úrslitunum í fjölda lykilríkja fyrir dómstólum. Hann og bandamenn hans hafa haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Þeir hafa ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum. Statement by Donald J. Trump, The President of the United StatesFull Video: https://t.co/EHqzsLbbJG pic.twitter.com/Eu4IsLNsKD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2020 Fráfarandi forsetinn hjó enn í sama knérunn í ávarpanu sérstæða á miðvikudag. Þar sást forsetinn í Hvíta húsinu þar sem hann tekur vanalega á móti erlendum erindrekum með bandaríska fánann og fána forsetaembættisins í bakgrunni láta höggin dynja á bandaríska kosningakerfinu og lýðræði með ósannindum, að sögn Washington Post. Lýsti Trump ræðunni sem mögulega þeirri mikilvægustu sem hann hefði nokkru sinni flutt. „Úrslitum þessara kosninga var hagrætt. Allir vita það,“ sagði Trump ranglega. Krefst aðgerða af hálfu Hæstaréttar Hélt forsetinn því fram að „spillt öfl“ hefðu fyllt kjörkassa með fölsuðum atkvæðum. Svikin væru svo stórfelld að umfang þeirra væri fordæmalaust. Krafðist hann þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem hann hefur skipað þrjá af níu dómurum, „gerði það sem er rétt fyrir landið okkar“, það er að ógilda hundruð þúsunda atkvæða bandarískra kjósenda þannig að „Ég vinni auðveldlega í öllum ríkjum“. Spurningarnar sem Washington Post spurði þingmennina, ýmist í símtali eða tölvupósti, voru þrjár. Hver vann kosningarnar? Styður þú eða mótmælir þú tilraunum Trump til að halda fram sigri? Ef Biden fær meirihluta í kjörmannaráðinu, munt þú viðurkenna hann sem löglega kjörinn forseta? Langstærstur hluti þingmanna Repúblikana tóku ekki afstöðu til spurninga Washington Post.Washington Post Aðeins brot af þingmönnum flokksins svöruðu fyrirspurnum Washington Post. Þrjátíu þeirra svöruðu síðustu spurningunni játandi, eða fimm fleiri en viðurkenna sigur Bidens í dag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. 4. desember 2020 11:01 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31
Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46
Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. 4. desember 2020 11:01