Með hlaupabretti og upphífingarstöng í skólastofunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2020 19:00 Gunnar Jarl Jónsson, kennari. Hreyfing gegnir veigamiklu hlutverki í almennu skólastarfi í Langholtsskóla þar sem nemendur geta tekið sér hvíld frá lærdómnum og notað æfingatæki sem hafa verið sett upp í skólastofunni. Í kennslustofu sjöttu bekkinga við Langholtsskóla eru að finna hlaupabretti, hjól, hringi, rimla og margt fleira. Um er að ræða tilraunaverkefni sem að stuðla að fjölbreyttari umhverfi og bættum námsárangri, með betri andlegri og líkamlegri heilsu. „Við fáum krakkana til að hreyfa sig, fara út, fá ferskt loft og hreyfa sig í tímum í stuttum lotum til að efla aðeins líkama og heilsu,” segir Gunnar Jarl Jónsson, kennari við Langholtsskóla. Gunnar segir krakkana fara í tækin þegar þeir þurfa á hvíld á lærdómnum að halda. Sumir slái jafnvel tvær flugur í einu höggi og lesi á meðan þeir hreyfa sig. „Þegar við erum í ákveðinni vinnu, erum búin að leggja inn einhverja hluti og þau eru að vinna þá geta þau bara staðið upp þegar þeim hentar.” Sverrir Már og Eva Karítas eru vonum sátt við að geta hreyft sig í tímum. Bæði æfa þau fótbolta, eru í íþróttum í skólanum, og hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar á dag í tímum. Þau segjast ekkert verða þreytt á hreyfingunni. Hann segir kyrrsetuna henta fæstum og því hafi verkefnið gengið vonum framar. „Þau eru mjög dugleg að hreyfa sig og taka bæði vel í tækin og að fara út að hlaupa í hvernig veðri sem er, þannig að ég myndi segja að viðhorf þeirra sé til algjörrar fyrirmyndar.” Stefnt er að því að gera úttekt á hvaða áhrif aukin hreyfing hefur haft á virkni, líðan og einbeitingu nemenda. „Vonandi eftir veturinn sjáum við árangurinn. Og það verður gaman að sjá hvort tækin fari í fleiri skóla.” Skóla - og menntamál Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Í kennslustofu sjöttu bekkinga við Langholtsskóla eru að finna hlaupabretti, hjól, hringi, rimla og margt fleira. Um er að ræða tilraunaverkefni sem að stuðla að fjölbreyttari umhverfi og bættum námsárangri, með betri andlegri og líkamlegri heilsu. „Við fáum krakkana til að hreyfa sig, fara út, fá ferskt loft og hreyfa sig í tímum í stuttum lotum til að efla aðeins líkama og heilsu,” segir Gunnar Jarl Jónsson, kennari við Langholtsskóla. Gunnar segir krakkana fara í tækin þegar þeir þurfa á hvíld á lærdómnum að halda. Sumir slái jafnvel tvær flugur í einu höggi og lesi á meðan þeir hreyfa sig. „Þegar við erum í ákveðinni vinnu, erum búin að leggja inn einhverja hluti og þau eru að vinna þá geta þau bara staðið upp þegar þeim hentar.” Sverrir Már og Eva Karítas eru vonum sátt við að geta hreyft sig í tímum. Bæði æfa þau fótbolta, eru í íþróttum í skólanum, og hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar á dag í tímum. Þau segjast ekkert verða þreytt á hreyfingunni. Hann segir kyrrsetuna henta fæstum og því hafi verkefnið gengið vonum framar. „Þau eru mjög dugleg að hreyfa sig og taka bæði vel í tækin og að fara út að hlaupa í hvernig veðri sem er, þannig að ég myndi segja að viðhorf þeirra sé til algjörrar fyrirmyndar.” Stefnt er að því að gera úttekt á hvaða áhrif aukin hreyfing hefur haft á virkni, líðan og einbeitingu nemenda. „Vonandi eftir veturinn sjáum við árangurinn. Og það verður gaman að sjá hvort tækin fari í fleiri skóla.”
Skóla - og menntamál Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira