Fullveldi – Hvers vegna? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 18:38 Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar