Gefum ekki afslátt af okkur á nýju ári Herdís Jóhannesdóttir skrifar 24. nóvember 2020 15:00 Umræða um kulnun í starfi hefur orðið sífellt háværari í samfélaginu okkar undanfarin ár. Ekki er mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þvert á stéttir, stöðu og kyn - fyrirbærið snertir okkur öll, enda hraðinn gífurlegur í nútímasamfélagi og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf í bland við þær sem koma frá öðrum, eru oft fram úr hófi krefjandi. Við lesum reglulega viðtöl við allskonar fólk sem stígur fram og segir frá sinni upplifun af þessum vágesti, heyrum sögur af fólki í nærumhverfinu eða höfum hreinlega upplifað hann á eigin skinni. Umræðan hefur skilað sér í því að í dag erum við sem samfélag orðin meðvituð um þennan kvilla og það setur okkur í góða stöðu til að bregðast við og snúa vörn í sókn. Þetta þarf ekki að vera svona og því í okkar valdi að taka í taumana. Stytting vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 36, sem Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB hafa tryggt sínu félagsfólki, er mikilvægt viðbragð í þessu samhengi. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru í tilraunaverkefnum borgar og ríkis um styttingu vinnuvikunnar, sýna fram á að styttingin dregur marktækt úr upplifunum um kulnun, sérstaklega hjá aldurshópnum 41 - 60 ára. Þá dró einnig úr upplifunum af árekstrum milli vinnu og einkalífs. Það sama má segja um upplifun af streitueinkennum, bæði líkamlegum og andlegum. Að sama skapi jókst hlutfall þeirra sem töldu sig hamingjusama örlítið milli mælinga í tilraunahópi samanborið við samanburðarhópinn. Þetta á líka við um mat fólks á líkamlegri heilsu sinni. Almennt var líðanin betri fyrir hverja klukkustund sem klipptist af vinnuvikunni, þ.e. 1% betri hjá þeim sem nutu einnar klukkustundar styttingar á viku en 3% hjá þeim sem styttu vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Það er afar mikilvægt að gefa þessu gaum. Þrjú eða fjögur prósent hljóma ekki eins og stórvægileg breyting en þetta eru spor í rétta átt og þegar breytingar styðja möguleikann á að auka hamingju okkar eigum við ekki að gefa neinn afslátt. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar er í fullum gangi og útfærslur á vinnustöðum eiga að vera klárar fyrir 1. janúar 2021. Væri ekki gott að geta sett sér raunhæft áramótaheit fyrir komandi ár og stefna á fjögurra prósenta aukningu á hamingju árið 2021? Það er ekki ólíklegt að það myndi svo skila sér út í samfélagið okkar og eitt er nokkuð víst - við megum alveg við örlítilli upplyftingu eftir ansi krefjandi ár. Klárum innleiðingu styttri vinnuviku saman - og njótum fjögurra prósenta meiri hamingju á nýju ári. Höfundur er stjórnarkona í Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um kulnun í starfi hefur orðið sífellt háværari í samfélaginu okkar undanfarin ár. Ekki er mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þvert á stéttir, stöðu og kyn - fyrirbærið snertir okkur öll, enda hraðinn gífurlegur í nútímasamfélagi og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf í bland við þær sem koma frá öðrum, eru oft fram úr hófi krefjandi. Við lesum reglulega viðtöl við allskonar fólk sem stígur fram og segir frá sinni upplifun af þessum vágesti, heyrum sögur af fólki í nærumhverfinu eða höfum hreinlega upplifað hann á eigin skinni. Umræðan hefur skilað sér í því að í dag erum við sem samfélag orðin meðvituð um þennan kvilla og það setur okkur í góða stöðu til að bregðast við og snúa vörn í sókn. Þetta þarf ekki að vera svona og því í okkar valdi að taka í taumana. Stytting vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 36, sem Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB hafa tryggt sínu félagsfólki, er mikilvægt viðbragð í þessu samhengi. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru í tilraunaverkefnum borgar og ríkis um styttingu vinnuvikunnar, sýna fram á að styttingin dregur marktækt úr upplifunum um kulnun, sérstaklega hjá aldurshópnum 41 - 60 ára. Þá dró einnig úr upplifunum af árekstrum milli vinnu og einkalífs. Það sama má segja um upplifun af streitueinkennum, bæði líkamlegum og andlegum. Að sama skapi jókst hlutfall þeirra sem töldu sig hamingjusama örlítið milli mælinga í tilraunahópi samanborið við samanburðarhópinn. Þetta á líka við um mat fólks á líkamlegri heilsu sinni. Almennt var líðanin betri fyrir hverja klukkustund sem klipptist af vinnuvikunni, þ.e. 1% betri hjá þeim sem nutu einnar klukkustundar styttingar á viku en 3% hjá þeim sem styttu vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Það er afar mikilvægt að gefa þessu gaum. Þrjú eða fjögur prósent hljóma ekki eins og stórvægileg breyting en þetta eru spor í rétta átt og þegar breytingar styðja möguleikann á að auka hamingju okkar eigum við ekki að gefa neinn afslátt. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar er í fullum gangi og útfærslur á vinnustöðum eiga að vera klárar fyrir 1. janúar 2021. Væri ekki gott að geta sett sér raunhæft áramótaheit fyrir komandi ár og stefna á fjögurra prósenta aukningu á hamingju árið 2021? Það er ekki ólíklegt að það myndi svo skila sér út í samfélagið okkar og eitt er nokkuð víst - við megum alveg við örlítilli upplyftingu eftir ansi krefjandi ár. Klárum innleiðingu styttri vinnuviku saman - og njótum fjögurra prósenta meiri hamingju á nýju ári. Höfundur er stjórnarkona í Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun