Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 21:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn. Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn.
Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16
Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41
Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20