Af okkur Leonardo DiCaprio Arna Pálsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 09:01 Þegar ég var unglingsstelpa þá elskaði ég Leonardo DiCaprio. Ég var ekki skotin í honum, ég elskaði hann. Ég held meira að segja að ég hafi trúað því að við ættum í einhverskonar sambandi. Ég hef ekki tölu yfir það hversu oft ég fór að sjá Titanic í bío í þeirri von að Jack Dawson myndi ekki deyja. Hann hefði ekki þurft að deyja því í fyrsta lagi var alveg nógu mikið pláss á þessum fleka fyrir þau bæði og í öðru lagi þá var alveg nógu mikið pláss á þessum fleka fyrir þau bæði. Í dag á ég sjálf unglingsstelpur. Þegar ég sótti elstu dóttur mína í skólann um daginn var þungt í henni hljóðið. Eftir stutt spjall kom í ljós að tvennt var að angra hana. Hið fyrra var að hún þurfti að horfa á fermingarfræðslumyndband á sunnudegi (hún sem sagt kýs að vera í fríi um helgar). Hitt var svo að við eigum ekki heitan pott. Ég gat lítið gert annað en að hlusta og kinka kolli, þetta er auðvita bæði alveg grautfúlt. Mig langaði mest að segja við hana að hún ætti mögulega auðveldasta, öruggasta og besta líf sem barn getur átt (af öllum börnum í heiminum!). Hún þyrfti bara jákvætt hugarfar og þakklæti! Ég lét það hins vegar ósagt, það hefði ekki skilað neinu nema auka skammti af hormónum í bílnum. Þetta var hennar raunverulega líðan, henni leið í alvöru bara frekar illa yfir þessu. Fólk er almennt sjálfhverft. Það er okkur eðlislægt. Ung börn hafa hvorki getu né hæfni til að setja sig í spor annarra og svo eru það unglingarnir sem tróna á toppnum ,margfaldir heimsmeistarar í sjálfhverfu, með allar sínar bólur og angist. Fullorðið fólk á hins vegar að geta borið ábyrgð á hugarfari sínu. Í dag er mikið talað um jákvætt hugarfar. Það er alls ekki skrýtið þar sem stór hluti mannkyns er búið að vera í níu mánaða prófi í þrautseigju. Við höfum enga stjórn á prófinu og því er áherslan lögð á hugarfar – því sem við höfum stjórn á. En hvernig gerum við það? Hvernig stjórnum við hugarfari okkar? Við erum alltaf að horfa á aðstæður út frá samhengi. T.d. þegar við segjum við vin sem er að ganga í gegnum erfiðan tíma „Líttu á björtu hliðarnar“, þá er maður bara að benda honum á annað samhengi út frá þeim aðstæðum sem hann er í. En er þetta svona einfalt? Foreldrar byrja snemma í samhengis-æfingum gagnvart börnunum sínum. Ein klassísk æfing er: „Kláraðu matinn þinn, það eru börn í Afríku sem fá ekkert að borða!“. Þetta er virkilega vel meint tilraun til að reyna að hafa áhrif á hugarfar barns sem leiða á til þakklætis með þeim afleiðingum að barnið klárar matinn sinn. En þetta hreyfir ekki við þeim. Af hverju virkar þetta ekki? Eru börnin okkar hjartalausar verur sem eru alveg sama um svöng börn í Afríku? Það held ég ekki en af því við erum sjálfhverf þarf samhengið að vera áþreifanlegt til þess að það raunverulega hafi áhrif á hugarfar okkar. Við verðum að geta samsamað okkur við þær aðstæður sem við berum okkur saman við. Það er minna en ár síðan fréttir fóru að berast frá Huan héraði í Kína um veiru sem var að gera íbúum þar ytra lífið leitt. Ég man eftir að hafa hlustað á þessar fréttir og ég man líka eftir því hvað ég gaf þeim lítinn gaum, ég meina, vitiði hvað Kína er langt frá Íslandi? Ekki frekar en að íslenskt barn setji sig í samhengi við afrískt barn setti ég mína tilveru í samhengi við tilveru íbúa í Huan í Kína. Fljótlega fóru að berast fréttir um að veiran væri að greinast í öðrum löndum. Við þekkjum svo framhaldið. Asía, Evrópa, norðurlöndin. Alltaf færðist hún nær og það sem skömmu áður varðaði mann ekki neitt var orðin raunveruleg ógn. Ekki svo langt frá Íslandi eftir allt saman. Umræða um samhengi hefur örugglega aldrei átt jafn vel við og þessi misserin. Á níu mánuðum hefur samhengi alls breyst. Allt sem þótti sjálfsagt er það ekki lengur. Það sem maður vildi ekki einu sinni vill maður í dag. Margt sem var svo sjálfsagt í febrúar er ógjörningur í dag. Vinna, skóli, líkamsrækt, klipping, búðarferðir, sund og allt hitt hversdagslega í lífinu breyttist í einhverskonar munað. Ekkert er í réttu samhengi. Það að komast í klippingu er jafn gleðilegt og það var að fara til útlanda. Börn sem áður fyrr voru að skrópa í tíma vilja nú komast í skólann, hversdagslegir viðburðir eins og rosknir menn að spjalla saman í heitum potti eru beinlínis með öllu bannaðir í dag. Að sýna þakklæti er að tryggja framtíð sína sögðu þeir. Við erum í „líttu á björtu hliðarnar“ leik á hverjum degi. Við þurfum að halda dampi og halda í jákvæða hugarfarið. Höldum áfram, við getum þetta. Við munum halda veislur, við munum komast í vinnuna, við munum fara í sund, við munum komast til útlanda. Við munum komast í gegnum þetta. Af okkur Leonardo DiCaprio er það að segja að við hættum saman fljótlega eftir að ég sá Blur spila í Laugardalshöllinni þarna um árið. Damon Albarn var aðalnúmerið og ég er ekki frá því að hann hafi verið að horfa til mín allan tíman á tónleikunum. Ef ég ætti að gera upp samband okkar Leo þá var það afskaplega gott. Hann elskaði mig skilyrðislaust og ég elskaði hann fyrir allt það sem ég lét hann vera. Í því samhengi hefur ekkert annað samband staðið undir kröfum mínum og væntingum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Þegar ég var unglingsstelpa þá elskaði ég Leonardo DiCaprio. Ég var ekki skotin í honum, ég elskaði hann. Ég held meira að segja að ég hafi trúað því að við ættum í einhverskonar sambandi. Ég hef ekki tölu yfir það hversu oft ég fór að sjá Titanic í bío í þeirri von að Jack Dawson myndi ekki deyja. Hann hefði ekki þurft að deyja því í fyrsta lagi var alveg nógu mikið pláss á þessum fleka fyrir þau bæði og í öðru lagi þá var alveg nógu mikið pláss á þessum fleka fyrir þau bæði. Í dag á ég sjálf unglingsstelpur. Þegar ég sótti elstu dóttur mína í skólann um daginn var þungt í henni hljóðið. Eftir stutt spjall kom í ljós að tvennt var að angra hana. Hið fyrra var að hún þurfti að horfa á fermingarfræðslumyndband á sunnudegi (hún sem sagt kýs að vera í fríi um helgar). Hitt var svo að við eigum ekki heitan pott. Ég gat lítið gert annað en að hlusta og kinka kolli, þetta er auðvita bæði alveg grautfúlt. Mig langaði mest að segja við hana að hún ætti mögulega auðveldasta, öruggasta og besta líf sem barn getur átt (af öllum börnum í heiminum!). Hún þyrfti bara jákvætt hugarfar og þakklæti! Ég lét það hins vegar ósagt, það hefði ekki skilað neinu nema auka skammti af hormónum í bílnum. Þetta var hennar raunverulega líðan, henni leið í alvöru bara frekar illa yfir þessu. Fólk er almennt sjálfhverft. Það er okkur eðlislægt. Ung börn hafa hvorki getu né hæfni til að setja sig í spor annarra og svo eru það unglingarnir sem tróna á toppnum ,margfaldir heimsmeistarar í sjálfhverfu, með allar sínar bólur og angist. Fullorðið fólk á hins vegar að geta borið ábyrgð á hugarfari sínu. Í dag er mikið talað um jákvætt hugarfar. Það er alls ekki skrýtið þar sem stór hluti mannkyns er búið að vera í níu mánaða prófi í þrautseigju. Við höfum enga stjórn á prófinu og því er áherslan lögð á hugarfar – því sem við höfum stjórn á. En hvernig gerum við það? Hvernig stjórnum við hugarfari okkar? Við erum alltaf að horfa á aðstæður út frá samhengi. T.d. þegar við segjum við vin sem er að ganga í gegnum erfiðan tíma „Líttu á björtu hliðarnar“, þá er maður bara að benda honum á annað samhengi út frá þeim aðstæðum sem hann er í. En er þetta svona einfalt? Foreldrar byrja snemma í samhengis-æfingum gagnvart börnunum sínum. Ein klassísk æfing er: „Kláraðu matinn þinn, það eru börn í Afríku sem fá ekkert að borða!“. Þetta er virkilega vel meint tilraun til að reyna að hafa áhrif á hugarfar barns sem leiða á til þakklætis með þeim afleiðingum að barnið klárar matinn sinn. En þetta hreyfir ekki við þeim. Af hverju virkar þetta ekki? Eru börnin okkar hjartalausar verur sem eru alveg sama um svöng börn í Afríku? Það held ég ekki en af því við erum sjálfhverf þarf samhengið að vera áþreifanlegt til þess að það raunverulega hafi áhrif á hugarfar okkar. Við verðum að geta samsamað okkur við þær aðstæður sem við berum okkur saman við. Það er minna en ár síðan fréttir fóru að berast frá Huan héraði í Kína um veiru sem var að gera íbúum þar ytra lífið leitt. Ég man eftir að hafa hlustað á þessar fréttir og ég man líka eftir því hvað ég gaf þeim lítinn gaum, ég meina, vitiði hvað Kína er langt frá Íslandi? Ekki frekar en að íslenskt barn setji sig í samhengi við afrískt barn setti ég mína tilveru í samhengi við tilveru íbúa í Huan í Kína. Fljótlega fóru að berast fréttir um að veiran væri að greinast í öðrum löndum. Við þekkjum svo framhaldið. Asía, Evrópa, norðurlöndin. Alltaf færðist hún nær og það sem skömmu áður varðaði mann ekki neitt var orðin raunveruleg ógn. Ekki svo langt frá Íslandi eftir allt saman. Umræða um samhengi hefur örugglega aldrei átt jafn vel við og þessi misserin. Á níu mánuðum hefur samhengi alls breyst. Allt sem þótti sjálfsagt er það ekki lengur. Það sem maður vildi ekki einu sinni vill maður í dag. Margt sem var svo sjálfsagt í febrúar er ógjörningur í dag. Vinna, skóli, líkamsrækt, klipping, búðarferðir, sund og allt hitt hversdagslega í lífinu breyttist í einhverskonar munað. Ekkert er í réttu samhengi. Það að komast í klippingu er jafn gleðilegt og það var að fara til útlanda. Börn sem áður fyrr voru að skrópa í tíma vilja nú komast í skólann, hversdagslegir viðburðir eins og rosknir menn að spjalla saman í heitum potti eru beinlínis með öllu bannaðir í dag. Að sýna þakklæti er að tryggja framtíð sína sögðu þeir. Við erum í „líttu á björtu hliðarnar“ leik á hverjum degi. Við þurfum að halda dampi og halda í jákvæða hugarfarið. Höldum áfram, við getum þetta. Við munum halda veislur, við munum komast í vinnuna, við munum fara í sund, við munum komast til útlanda. Við munum komast í gegnum þetta. Af okkur Leonardo DiCaprio er það að segja að við hættum saman fljótlega eftir að ég sá Blur spila í Laugardalshöllinni þarna um árið. Damon Albarn var aðalnúmerið og ég er ekki frá því að hann hafi verið að horfa til mín allan tíman á tónleikunum. Ef ég ætti að gera upp samband okkar Leo þá var það afskaplega gott. Hann elskaði mig skilyrðislaust og ég elskaði hann fyrir allt það sem ég lét hann vera. Í því samhengi hefur ekkert annað samband staðið undir kröfum mínum og væntingum. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar