Umferðaróhapp talið vera vegna farsímanotkunar undir stýri Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 08:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni. Hann slapp ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. Þá var töluvert um vímuefnaakstur í gærkvöldi og í nótt, en klukkan 20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð í Árbæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skömmu eftir klukkan ellefu var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var enn einn ökumaður í Hafnarfirði stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur Ungur ökumaður neitaði sök Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungum ökumönnum í nótt, en rétt fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaðurinn reyndist sautján ára. Þrír fimmtán ára farþegar voru með í bílnum og reyndust tveir þeirra undir áhrifum áfengis. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Skömmu áður hafði bifreið verið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar 115 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80. Ökumaðurinn var einnig sautján ára og neitaði sök, en samkvæmt lögreglu verður málið afgreitt með forráðamanni hans viðstöddum. Sjötíu kílómetrum yfir hámarkshraða grunaður um ölvun Lögregla var við hraðaeftirlit í Ártúnsbrekku þegar hún stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti. Sá hafði mælst á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 og er sá grunaður um ölvun við akstur. Þá var einnig hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi þar sem tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 119 kílómetra hraða en hinn á 114 kílómetra hraða. Hámarkshraði á Vesturlandsvegi er 80. Á Reykjanesbraut var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu þar sem ökumaðurinn ók á 115 kílómetra hraða. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var ökumaðurinn erlendur ríkisborgari og hafði hann engin skilríki meðferðis, en lögregla fylgdi honum á dvalarstað þar sem hann framvísaði vegabréfi og erlendu ökuskírteini. Húsleit í Hafnarfirði Lögregla fór í húsleit um klukkan 21 í gær og hafði afskipti af tveimur mönnum á heimilum þeirra í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni á vettvangi og voru þau haldlögð til eyðingar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brota á lyfja- og vopnalögum. Það mál var afgreitt á lögreglustöð. Eitt þjófnaðarmál kom inn á borð lögreglu klukkan eitt í nótt. Þar hafði sautján ára einstaklingur stolið samloku, drykk og sælgæti í verslun í hverfi 108. Tilkynning var send um málið til Barnaverndar og var forráðamaður viðstaddur skýrslutöku. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið á grindverk. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en talið er að ökumaðurinn hafi verið með farsíma sinn í höndunum og því misst stjórn á bifreiðinni. Hann slapp ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki. Þá var töluvert um vímuefnaakstur í gærkvöldi og í nótt, en klukkan 20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð í Árbæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skömmu eftir klukkan ellefu var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og reyndist sá hafa verið sviptur ökuréttindum áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var enn einn ökumaður í Hafnarfirði stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur Ungur ökumaður neitaði sök Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungum ökumönnum í nótt, en rétt fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaðurinn reyndist sautján ára. Þrír fimmtán ára farþegar voru með í bílnum og reyndust tveir þeirra undir áhrifum áfengis. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Skömmu áður hafði bifreið verið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar 115 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80. Ökumaðurinn var einnig sautján ára og neitaði sök, en samkvæmt lögreglu verður málið afgreitt með forráðamanni hans viðstöddum. Sjötíu kílómetrum yfir hámarkshraða grunaður um ölvun Lögregla var við hraðaeftirlit í Ártúnsbrekku þegar hún stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti. Sá hafði mælst á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 og er sá grunaður um ölvun við akstur. Þá var einnig hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi þar sem tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 119 kílómetra hraða en hinn á 114 kílómetra hraða. Hámarkshraði á Vesturlandsvegi er 80. Á Reykjanesbraut var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu þar sem ökumaðurinn ók á 115 kílómetra hraða. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu var ökumaðurinn erlendur ríkisborgari og hafði hann engin skilríki meðferðis, en lögregla fylgdi honum á dvalarstað þar sem hann framvísaði vegabréfi og erlendu ökuskírteini. Húsleit í Hafnarfirði Lögregla fór í húsleit um klukkan 21 í gær og hafði afskipti af tveimur mönnum á heimilum þeirra í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni á vettvangi og voru þau haldlögð til eyðingar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna og brota á lyfja- og vopnalögum. Það mál var afgreitt á lögreglustöð. Eitt þjófnaðarmál kom inn á borð lögreglu klukkan eitt í nótt. Þar hafði sautján ára einstaklingur stolið samloku, drykk og sælgæti í verslun í hverfi 108. Tilkynning var send um málið til Barnaverndar og var forráðamaður viðstaddur skýrslutöku.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira