Gestir sátu að drykkju einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 07:21 Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira