Gestir sátu að drykkju einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 07:21 Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira