Eftir hverju erum við að bíða? Bryndís Theódórsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:01 Eftir um það bil sjö vikur eiga Sameyki stéttarfélag, og önnur aðildarfélög BSRB, að hafa innleitt styttri vinnuviku í dagvinnu fyrir félagsmenn sína. Þessari innleiðingu er lokið hjá hluta félagsmanna, og er það vel, á meðan annars staðar er verið að vinna í málinu. Það getur verið flókið mál fyrir vinnustaði að takast á við og útfæra styttingu vinnuvikunnar þar sem verið er að breyta 40 klukkustunda gamalgróinni vinnuviku í 36 stunda vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar krefst endurskipulagningar og þar af leiðandi gæti þurft að endurmeta starfseiningar og/eða vinnubrögð sem hafa verið með ákveðnum formföstum hætti hingað til. Það gleymist stundum hversu mikilvægt og hollt það er fyrir starfseiningar að skoða og endurmeta vinnubrögð sín með það að markmiði að gera betur, bæði hvað varðar þjónustu, markvissari vinnubrögð, og síðast en ekki síst, til að bæta líðan starfsmanna. Stytting vinnuvikunnar er ekki einungis lífskjaramál, heldur einnig hreint og klárt jafnréttismál sem hefur mikil samfélagsleg áhrif til lengri tíma litið eins og kemur fram í þeim niðurstöðum sem fengust að loknu tilraunaverkefni ríkis og borgar þar sem vinnutími var styttur á nokkrum vinnustöðum. Á niðurstöðunum sést að vinnutímastyttingin er liður í jafnréttisbaráttunni og snýr að hinni svokölluðu „þriðju vakt” sem sífellt heyrist meira talað um og er sú vakt oftar en ekki eyrnamerkt konum á heimilinu. Í lokaskýrslu sem gerð var um tilraunaverkefnið á vegum Reykjavíkurborgar segir að viðmælendur úr tilraunaverkefninu hafi upplifað bætta líkamlega og andlega heilsu. Að þeir hafi haft meiri orku til að sinna félagslífi eða stunda líkamsrækt. Svo hafi virst sem karlar tækju meiri þátt í húsverkum og aukna ábyrgð í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og væru ánægðir með að geta tekið þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna. Að loknu áðurnefndu tilraunaverkefni kom einnig fram hjá starfsmönnum á starfsstöðum borgarinnar „að styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álag á heimilum og þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna.“ Hvað segir þetta okkur? Jú, að við séum að rétta af halla sem lengi hefur þrifist í samfélagsgerðinni okkar og haft neikvæð áhrif á fjölskyldur og jafnréttismál og því löngu tímabært að rétta hann við. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á samband okkar við börnin okkar, maka, fjölskylduna og okkur sjálf - og nú er styttingin bundin í kjarasamninga! Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Höfundur er stjórnarkona í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Eftir um það bil sjö vikur eiga Sameyki stéttarfélag, og önnur aðildarfélög BSRB, að hafa innleitt styttri vinnuviku í dagvinnu fyrir félagsmenn sína. Þessari innleiðingu er lokið hjá hluta félagsmanna, og er það vel, á meðan annars staðar er verið að vinna í málinu. Það getur verið flókið mál fyrir vinnustaði að takast á við og útfæra styttingu vinnuvikunnar þar sem verið er að breyta 40 klukkustunda gamalgróinni vinnuviku í 36 stunda vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar krefst endurskipulagningar og þar af leiðandi gæti þurft að endurmeta starfseiningar og/eða vinnubrögð sem hafa verið með ákveðnum formföstum hætti hingað til. Það gleymist stundum hversu mikilvægt og hollt það er fyrir starfseiningar að skoða og endurmeta vinnubrögð sín með það að markmiði að gera betur, bæði hvað varðar þjónustu, markvissari vinnubrögð, og síðast en ekki síst, til að bæta líðan starfsmanna. Stytting vinnuvikunnar er ekki einungis lífskjaramál, heldur einnig hreint og klárt jafnréttismál sem hefur mikil samfélagsleg áhrif til lengri tíma litið eins og kemur fram í þeim niðurstöðum sem fengust að loknu tilraunaverkefni ríkis og borgar þar sem vinnutími var styttur á nokkrum vinnustöðum. Á niðurstöðunum sést að vinnutímastyttingin er liður í jafnréttisbaráttunni og snýr að hinni svokölluðu „þriðju vakt” sem sífellt heyrist meira talað um og er sú vakt oftar en ekki eyrnamerkt konum á heimilinu. Í lokaskýrslu sem gerð var um tilraunaverkefnið á vegum Reykjavíkurborgar segir að viðmælendur úr tilraunaverkefninu hafi upplifað bætta líkamlega og andlega heilsu. Að þeir hafi haft meiri orku til að sinna félagslífi eða stunda líkamsrækt. Svo hafi virst sem karlar tækju meiri þátt í húsverkum og aukna ábyrgð í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og væru ánægðir með að geta tekið þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna. Að loknu áðurnefndu tilraunaverkefni kom einnig fram hjá starfsmönnum á starfsstöðum borgarinnar „að styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álag á heimilum og þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna.“ Hvað segir þetta okkur? Jú, að við séum að rétta af halla sem lengi hefur þrifist í samfélagsgerðinni okkar og haft neikvæð áhrif á fjölskyldur og jafnréttismál og því löngu tímabært að rétta hann við. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á samband okkar við börnin okkar, maka, fjölskylduna og okkur sjálf - og nú er styttingin bundin í kjarasamninga! Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Höfundur er stjórnarkona í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun