Opið bréf til forsætisráðherra Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. nóvember 2020 14:30 Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum. Ríkisstjórninni var falið af þinginu að undirbúa lögfestinguna og átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, eigi síðar en 13. desember 2020. Það er eftir einungis einn mánuð. Þetta mál af öllum Hins vegar er ekkert slíkt frumvarp á málaskrá ríkisstjórnarinnar en sú skrá segir til um hvaða mál ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í vetur. Ég trúði satt best að segja ekki mínum eigin augum þegar ég las málaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þessu mikilvæga máli liggur vilji þingsins alveg ljóst fyrir. Ráðherrar eiga ekki að getað valið og hafnað þingsályktunum eftir hentugleika. Ráðherrar eru framkvæmdarvald og eiga að framkvæma vilja þingsins. Vegna þessa spurði ég forsætisráðherra í þingsal í síðasta mánuði hvernig stæði á því að þetta mál af öllum, mál sem myndi þýða gríðarlega mikla réttarbót fyrir fatlað fólk og öryrkja á Íslandi, sé látið mæta afgangi. Fátt var um svör en hún sagðist ætla að skoða málið en nú er tæpur mánuður liðinn og ekkert hefur heyrst af efndum. Yrði eitt fyrsta landið í heimi Alþingi, sem er löggjafarvaldið og æðsta stofnun Íslendinga, hefur nú þegar tekið það sögulega skref að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að lögfesta. Þetta risaskref mun stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi, en eins og margir dómar sýna er mikill munur á lögfestingu og fullgildingu. Við höfum einungis lögfest þrjá meginalþjóðasamninga og eru það Barnasáttmálinn, Mannréttindasáttmáli Evrópu og EES-samningurinn. Með lögfestingu yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks settur á þann stall. Ég er mjög stoltur af þessu þingmáli sem ég lagði fram og náði í gegn ásamt félögum mínum. Með lögfestingunni yrði Ísland eitt fyrsta land í heimi til að lögfesta þennan alþjóðasamning og það er ekki oft sem Ísland getur státað sig af slíku. Það var einmitt einnig þingmál frá mér á sínum tíma sem fékkst samþykkt á Alþingi um að lögfesta bæri Barnasáttmálann. Við urðum síðan einnig ein fyrsta þjóðin í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Beðið eftir kjarabótum og nú réttarbótum Öryrkjar hafa lengi beðið eftir kjarabótum frá þessari ríkisstjórn og nú eiga þeir einnig að bíða eftir réttarbótum, og það réttarbótum sem Alþingi hefur nú þegar ákveðið að skuli ráðast í. Þetta mál snertir ekki bara fatlað fólk á Íslandi heldur alla þjóðina. Vilji þingsins er alveg skýr og sé hann ekki virtur í þessu máli af öllum, er um stórfrétt að ræða. Boltinn er því núna hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Sameinuðu þjóðirnar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum. Ríkisstjórninni var falið af þinginu að undirbúa lögfestinguna og átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, eigi síðar en 13. desember 2020. Það er eftir einungis einn mánuð. Þetta mál af öllum Hins vegar er ekkert slíkt frumvarp á málaskrá ríkisstjórnarinnar en sú skrá segir til um hvaða mál ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í vetur. Ég trúði satt best að segja ekki mínum eigin augum þegar ég las málaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þessu mikilvæga máli liggur vilji þingsins alveg ljóst fyrir. Ráðherrar eiga ekki að getað valið og hafnað þingsályktunum eftir hentugleika. Ráðherrar eru framkvæmdarvald og eiga að framkvæma vilja þingsins. Vegna þessa spurði ég forsætisráðherra í þingsal í síðasta mánuði hvernig stæði á því að þetta mál af öllum, mál sem myndi þýða gríðarlega mikla réttarbót fyrir fatlað fólk og öryrkja á Íslandi, sé látið mæta afgangi. Fátt var um svör en hún sagðist ætla að skoða málið en nú er tæpur mánuður liðinn og ekkert hefur heyrst af efndum. Yrði eitt fyrsta landið í heimi Alþingi, sem er löggjafarvaldið og æðsta stofnun Íslendinga, hefur nú þegar tekið það sögulega skref að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að lögfesta. Þetta risaskref mun stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi, en eins og margir dómar sýna er mikill munur á lögfestingu og fullgildingu. Við höfum einungis lögfest þrjá meginalþjóðasamninga og eru það Barnasáttmálinn, Mannréttindasáttmáli Evrópu og EES-samningurinn. Með lögfestingu yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks settur á þann stall. Ég er mjög stoltur af þessu þingmáli sem ég lagði fram og náði í gegn ásamt félögum mínum. Með lögfestingunni yrði Ísland eitt fyrsta land í heimi til að lögfesta þennan alþjóðasamning og það er ekki oft sem Ísland getur státað sig af slíku. Það var einmitt einnig þingmál frá mér á sínum tíma sem fékkst samþykkt á Alþingi um að lögfesta bæri Barnasáttmálann. Við urðum síðan einnig ein fyrsta þjóðin í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Beðið eftir kjarabótum og nú réttarbótum Öryrkjar hafa lengi beðið eftir kjarabótum frá þessari ríkisstjórn og nú eiga þeir einnig að bíða eftir réttarbótum, og það réttarbótum sem Alþingi hefur nú þegar ákveðið að skuli ráðast í. Þetta mál snertir ekki bara fatlað fólk á Íslandi heldur alla þjóðina. Vilji þingsins er alveg skýr og sé hann ekki virtur í þessu máli af öllum, er um stórfrétt að ræða. Boltinn er því núna hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun