Álögur á autt atvinnuhúsnæði Ólafur Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2020 10:45 Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Húsnæðismál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun