Álögur á autt atvinnuhúsnæði Ólafur Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2020 10:45 Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Húsnæðismál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar