Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 07:55 Pence varaforseti var í Flórída í gær en sást með grímu þegar hann sneri aftur til Washington-borgar. Hann ætlar að halda áfram ferðalögum þrátt fyrir að hann hafi verið útsettur fyrir smiti. AP/Steve Cannon Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Skammt er síðan Donald Trump forseti, Melania forsetafrú, sonur þeirra og á þriðja tug ráðgjafa forsetans og starfsmanna Hvíta hússins smituðust af veirunni. Að þessu sinni er það Marc Short, skrifstofustjóri Pence, sem greindist smitaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk í starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins og hefur talað gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Short er sagður finna fyrir einkennum og kominn í einangrun. Marty Obst, einn nánasti pólitíski ráðgjafi Pence utan Hvíta hússins, er einnig smitaður en hann hefur ferðast með varaforsetanum, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir að Pence sé talinn hafa verið í nánum samskiptum við Short ætlar hann ekki að fara í sóttkví heldur halda áfram að ferðast á kosningafundi næstu daga, að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans. Pence hafi ákveðið það „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Marc Short, starfsmannastjóri Pence, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum í Hvíta húsinu.AP/Alex Brandon Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðar sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það sé „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ segir Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Trump forseti sagðist telja að Pence ætlaði í sóttkví þegar fréttamenn spurðu hann út í smitin í Hvíta húsinu. Samkvæmt dagskrá varaforsetans á hann að koma fram á kosningafundi í Kinston í Norður-Karólínu í dag. Kórónuveirusmitum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum og var slegið met yfir ný smit á einum degi á föstudag þegar fleiri en 82.000 manns greindust smitaðir. Trump heldur engu að síður áfram að gera lítið úr faraldrinum og fullyrða að hann sé í rénun á kosningafundum sínum. "That's all I hear about now. Turn on TV, 'Covid, Covid, Covid Covid Covid.' A plane goes down, 500 people dead, they don't talk about it. 'Covid Covid Covid Covid.' By the way, on November 4th, you won't hear about it anymore ... 'please don't go and vote, Covid!'" -- Trump pic.twitter.com/1bh7x2RSTy— Aaron Rupar (@atrupar) October 24, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Skammt er síðan Donald Trump forseti, Melania forsetafrú, sonur þeirra og á þriðja tug ráðgjafa forsetans og starfsmanna Hvíta hússins smituðust af veirunni. Að þessu sinni er það Marc Short, skrifstofustjóri Pence, sem greindist smitaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk í starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins og hefur talað gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Short er sagður finna fyrir einkennum og kominn í einangrun. Marty Obst, einn nánasti pólitíski ráðgjafi Pence utan Hvíta hússins, er einnig smitaður en hann hefur ferðast með varaforsetanum, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir að Pence sé talinn hafa verið í nánum samskiptum við Short ætlar hann ekki að fara í sóttkví heldur halda áfram að ferðast á kosningafundi næstu daga, að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans. Pence hafi ákveðið það „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Marc Short, starfsmannastjóri Pence, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum í Hvíta húsinu.AP/Alex Brandon Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðar sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það sé „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ segir Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Trump forseti sagðist telja að Pence ætlaði í sóttkví þegar fréttamenn spurðu hann út í smitin í Hvíta húsinu. Samkvæmt dagskrá varaforsetans á hann að koma fram á kosningafundi í Kinston í Norður-Karólínu í dag. Kórónuveirusmitum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum og var slegið met yfir ný smit á einum degi á föstudag þegar fleiri en 82.000 manns greindust smitaðir. Trump heldur engu að síður áfram að gera lítið úr faraldrinum og fullyrða að hann sé í rénun á kosningafundum sínum. "That's all I hear about now. Turn on TV, 'Covid, Covid, Covid Covid Covid.' A plane goes down, 500 people dead, they don't talk about it. 'Covid Covid Covid Covid.' By the way, on November 4th, you won't hear about it anymore ... 'please don't go and vote, Covid!'" -- Trump pic.twitter.com/1bh7x2RSTy— Aaron Rupar (@atrupar) October 24, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00