Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Jón Ingi Hákonarson skrifar 22. október 2020 14:00 Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing bílaflotans mun kalla á gríðarlega miklar fjárfestingar og auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Það er einnig ljóst að loki álverið í Straumsvík á næstu árum, eins og margt bendir til, mun tækifæri opnast fyrir HS Veitur til að koma að innviðauppbyggingu nýrra sóknarfæra. Það skiptir máli að eiga sæti við borðið þegar þessar ákvarðanir verða teknar. Það er gömul saga og ný að hægt er að gera dúndurdíla þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sá sem á seðil í kreppu getur gert góð kaup og söðlað til sín eignum á spottprís. Þannig lítur út fyrir að Hafnarfjarðarbær muni selja sína verðmætustu eign á útsöluverði. Sex bæjarfulltrúar meirihlutans halda vart vatni yfir dílnum og kalla þetta, í illa leikinni hógværð sinni, „ásættanlegt verð“. Ásættanlegt verð er ákvarðað út frá forsendum um væntar tekjur til framtíðar. Ráðgjafar meirihlutans hafa sannfært hann um þá framtíðarmynd að HS Veitur, sem vaxið hefur gríðarlega síðustu árin, sé komið á þann stað að vöxtur þess verði mjög hógvær næsta áratuginn eða svo. Upptalningin hér að framan sýnir að næstu ár eru hlaðin tækifærum og vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlega miklir. Hér er verið að hlaða í næstu bólu og þar með næstu kreppu sem kölluð verður innviðabólan og að lokum innviðakreppan. Í henni munu fjárfestar, eins og í bankabólunni, ná tökum á traustum innviðafyrirtækjum á einokunarmarkaði sem skila öruggum tekjum. Til að ná fjárfestingunni til baka með skjótum hætti er búinn til kostnaður, arðgreiðslur auknar og skuldsetning aukin. Að lokum neyðist löggjafinn til að losa um lagaleg höft og gjaldskráin hækkuð, ef ekki fer fyrirtækið á hausinn. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Næsta kreppa, eins og margar aðrar verður í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef að bæjarfulltrúarnir sex samþykkja þessa brunaútsölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum erum við að horfa upp á verstu viðskipti sveitarfélags síðan að sveitastjóri Raufarhafnarhrepps seldi kvótann frá byggðalaginu og keypti hlutabréf í DeCode og Íslandssíma um aldamótin síðustu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Hafnarfjörður Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing bílaflotans mun kalla á gríðarlega miklar fjárfestingar og auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Það er einnig ljóst að loki álverið í Straumsvík á næstu árum, eins og margt bendir til, mun tækifæri opnast fyrir HS Veitur til að koma að innviðauppbyggingu nýrra sóknarfæra. Það skiptir máli að eiga sæti við borðið þegar þessar ákvarðanir verða teknar. Það er gömul saga og ný að hægt er að gera dúndurdíla þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sá sem á seðil í kreppu getur gert góð kaup og söðlað til sín eignum á spottprís. Þannig lítur út fyrir að Hafnarfjarðarbær muni selja sína verðmætustu eign á útsöluverði. Sex bæjarfulltrúar meirihlutans halda vart vatni yfir dílnum og kalla þetta, í illa leikinni hógværð sinni, „ásættanlegt verð“. Ásættanlegt verð er ákvarðað út frá forsendum um væntar tekjur til framtíðar. Ráðgjafar meirihlutans hafa sannfært hann um þá framtíðarmynd að HS Veitur, sem vaxið hefur gríðarlega síðustu árin, sé komið á þann stað að vöxtur þess verði mjög hógvær næsta áratuginn eða svo. Upptalningin hér að framan sýnir að næstu ár eru hlaðin tækifærum og vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlega miklir. Hér er verið að hlaða í næstu bólu og þar með næstu kreppu sem kölluð verður innviðabólan og að lokum innviðakreppan. Í henni munu fjárfestar, eins og í bankabólunni, ná tökum á traustum innviðafyrirtækjum á einokunarmarkaði sem skila öruggum tekjum. Til að ná fjárfestingunni til baka með skjótum hætti er búinn til kostnaður, arðgreiðslur auknar og skuldsetning aukin. Að lokum neyðist löggjafinn til að losa um lagaleg höft og gjaldskráin hækkuð, ef ekki fer fyrirtækið á hausinn. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Næsta kreppa, eins og margar aðrar verður í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef að bæjarfulltrúarnir sex samþykkja þessa brunaútsölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum erum við að horfa upp á verstu viðskipti sveitarfélags síðan að sveitastjóri Raufarhafnarhrepps seldi kvótann frá byggðalaginu og keypti hlutabréf í DeCode og Íslandssíma um aldamótin síðustu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar