Vangaveltur um gagnsemi nýrrar stjórnarskrár Eydís Ýr Jónsdóttir skrifar 21. október 2020 10:31 Herferðin í kringum hina „nýju stjórnarskrá“ hefur varla farið fram hjá neinum. Það sem virðist hins vegar gleymast í umræðunni, og er í raun kjarni málsins, hvað er stjórnarskrá? Hvaða hlutverki er henni ætlað að gegna? Hvaða málefni eiga heima í stjórnarskránni og hvað er betra að útfæra með almennri löggjöf? Stjórnarskrá er meðal annars ætlað að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis og ákvæði um ýmis grundvallarréttindi borgaranna. Hún ætti að vera fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að standa af sér stefnur og strauma, og veita réttaröryggi. Almennri löggjöf frá Alþingi er hins vegar ætlað að útfæra nánar það sem segir í stjórnarskránni, án þess að fara gegn henni, og breytast í takt við tíðarandann. Einmitt af þeirri ástæðu er auðveldara að breyta almennum lögum. Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1994 eru lagðar til hinar ýmsu breytingar. Nánar tiltekið er þar að finna hvorki meira né minna en 114 ákvæði. Þess má geta að núgildandi stjórnarskrá inniheldur 81 ákvæði og telur fimm síður. Í frumvarpinu er til að mynda kveðið á um að tryggja skuli rétt manna til viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og rétt manna á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Allt er þetta gott og gilt en hvað telst viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta? Hvenær telst andrúmsloft mengað eða náttúran spillt? Að minnsta kosti það mengað eða spillt að brotið sé gegn stjórnarskrárvörðum réttindum? Er yfirhöfuð hægt að framfylgja þessum ákvæðum, hvort sem þau eru í stjórnarskrá eða almennri löggjöf? Þá hefur efnislegt inntak ákvæða stjórnarskrárinnar verið túlkað af dómstólum síðan hún tók gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum. Það er því ekki nóg að lesa texta stjórnarskrárinnar þegar efnislegt inntak hennar er kannað heldur þarf að líta til dómaframkvæmdar síðastliðin 76 árin. Þá verður einnig að hafa til hliðsjónar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. En hverjar eru afleiðingar þess að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá? Munum við enn geta litið til þessara dómafordæma þegar kemur að því að túlka efnislegt inntak ákvæða „nýju“ stjórnarskrárinnar? Eða þurfum við hreinlega að byrja upp á nýtt? Líkt og áður var vikið að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkuð af dómstólum í langan tíma. Efnislegt inntak margra þeirra, einkum mannréttindaákvæðanna í VII. kafla, er því annað og meira en beint orðalag þeirra gefur til kynna. Hefur til að mynda hugtakið „friðhelgi einkalífs“ verið túlkað rúmt og talið ná yfir friðhelgi heimilis og fjölskyldu, þá fellur þar undir réttur einstaklings til að ráða yfir lífi sínu, líkama og tilfinningalífi. Lögfesting á „nýju“ ákvæði sem beinlínis nefnir öll þessi atriði er ekki nauðsynlegt en kann vissulega að auðvelda lesturinn. Ég er ekki mótfallin stjórnarskrárbreytingum. Þvert á móti. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá. Slíkt er til þess fallið að skapa réttaróvissu, sem fer einmitt gegn hlutverki stjórnarskrárinnar. Þá tel ég sum ákvæðanna í frumvarpinu óframkvæmanleg og í mörgum tilvikum væri fullnægjandi að breyta almennri löggjöf. Er ekki skynsamlegra, og þá einkum í ljósi þess að það er nokkuð ljóst að frumvarpið fær ekki brautargengi í heild sinni, að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf? Höfundur er lögfræðingur og starfar á LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Herferðin í kringum hina „nýju stjórnarskrá“ hefur varla farið fram hjá neinum. Það sem virðist hins vegar gleymast í umræðunni, og er í raun kjarni málsins, hvað er stjórnarskrá? Hvaða hlutverki er henni ætlað að gegna? Hvaða málefni eiga heima í stjórnarskránni og hvað er betra að útfæra með almennri löggjöf? Stjórnarskrá er meðal annars ætlað að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis og ákvæði um ýmis grundvallarréttindi borgaranna. Hún ætti að vera fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að standa af sér stefnur og strauma, og veita réttaröryggi. Almennri löggjöf frá Alþingi er hins vegar ætlað að útfæra nánar það sem segir í stjórnarskránni, án þess að fara gegn henni, og breytast í takt við tíðarandann. Einmitt af þeirri ástæðu er auðveldara að breyta almennum lögum. Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1994 eru lagðar til hinar ýmsu breytingar. Nánar tiltekið er þar að finna hvorki meira né minna en 114 ákvæði. Þess má geta að núgildandi stjórnarskrá inniheldur 81 ákvæði og telur fimm síður. Í frumvarpinu er til að mynda kveðið á um að tryggja skuli rétt manna til viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og rétt manna á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Allt er þetta gott og gilt en hvað telst viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta? Hvenær telst andrúmsloft mengað eða náttúran spillt? Að minnsta kosti það mengað eða spillt að brotið sé gegn stjórnarskrárvörðum réttindum? Er yfirhöfuð hægt að framfylgja þessum ákvæðum, hvort sem þau eru í stjórnarskrá eða almennri löggjöf? Þá hefur efnislegt inntak ákvæða stjórnarskrárinnar verið túlkað af dómstólum síðan hún tók gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum. Það er því ekki nóg að lesa texta stjórnarskrárinnar þegar efnislegt inntak hennar er kannað heldur þarf að líta til dómaframkvæmdar síðastliðin 76 árin. Þá verður einnig að hafa til hliðsjónar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. En hverjar eru afleiðingar þess að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá? Munum við enn geta litið til þessara dómafordæma þegar kemur að því að túlka efnislegt inntak ákvæða „nýju“ stjórnarskrárinnar? Eða þurfum við hreinlega að byrja upp á nýtt? Líkt og áður var vikið að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkuð af dómstólum í langan tíma. Efnislegt inntak margra þeirra, einkum mannréttindaákvæðanna í VII. kafla, er því annað og meira en beint orðalag þeirra gefur til kynna. Hefur til að mynda hugtakið „friðhelgi einkalífs“ verið túlkað rúmt og talið ná yfir friðhelgi heimilis og fjölskyldu, þá fellur þar undir réttur einstaklings til að ráða yfir lífi sínu, líkama og tilfinningalífi. Lögfesting á „nýju“ ákvæði sem beinlínis nefnir öll þessi atriði er ekki nauðsynlegt en kann vissulega að auðvelda lesturinn. Ég er ekki mótfallin stjórnarskrárbreytingum. Þvert á móti. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá. Slíkt er til þess fallið að skapa réttaróvissu, sem fer einmitt gegn hlutverki stjórnarskrárinnar. Þá tel ég sum ákvæðanna í frumvarpinu óframkvæmanleg og í mörgum tilvikum væri fullnægjandi að breyta almennri löggjöf. Er ekki skynsamlegra, og þá einkum í ljósi þess að það er nokkuð ljóst að frumvarpið fær ekki brautargengi í heild sinni, að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf? Höfundur er lögfræðingur og starfar á LEX Lögmannsstofu.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun