Sagðir hafa hótað drengnum ofbeldi með ostaskera og pinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 13:01 Mennirnir voru handteknir á Akureyri. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina. Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina.
Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira