Sagðir hafa hótað drengnum ofbeldi með ostaskera og pinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 13:01 Mennirnir voru handteknir á Akureyri. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina. Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina.
Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira