Skólastefna fortíðar til framtíðar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. október 2020 08:00 Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Það er nokkuð ljóst að kominn er tími á endurskoðun. Ekki eingöngu vegna þess hve langt er síðan hún var síðast endurskoðun, heldur ekki síður vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í samfélaginu á þeim tíma. Tvennt þykir mér sérstök ástæða til að draga fram. Í núverandi skólastefnu Garðabæjar er hvergi minnst á menntun án aðgreiningar, svo gömul er stefnan. Stefnan um menntun á aðgreiningar hefur verið við lýði í íslensku skólakerfi um langt skeið og meðal annars verið gerð evrópsk úttekt á því hvernig til tókst með innleiðingu. Hitt er síðan framtíðarmál. Þær tæknibreytingar sem eiga sér stað í öllum samfélögum hafa gríðarleg áhrif á okkur öll. Stafrænar lausnir taka yfir á fjölmörgum sviðum sem snerta okkar daglega líf og munu gera það áfram. Hraði þeirrar þróunar gerir það að verkum að við sjáum ekki fyrir í hverju allar þessar breytingar felast. Það er mikilvægt að hver einstaklingur hafi jöfn tækifæri og jafnt aðgengi að þessum nýja veruleika og því skiptir máli að tæknilæsi þjóðar sé sett í forgang. Hér er um stórt jafnréttismál að ræða sem allar nágrannaþjóðir okkar hafa áttað sig á og leggja mikla áherslu á í sínum menntastefnum nú þegar. Því skiptir máli að leggja fram sýn til framtíðar í skólastefnu. Leik- og grunnskólar eru dýrmætur lykill að þeim grunni sem hver þjóð þarf á að halda til að efla þekkingu svo hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Tæknilæsi er færni sem við þurfum öll á að halda samhliða lykilþáttum á við hæfni til samskipta, samvinnu, sjálfstæðra vinnubragða og áræðni til að takast á við hið óþekkta. Því er það mikilsvert að skólakerfið hreyfist í takt við nýja tíma en festist ekki í því sem þótti gott og framúrskarandi árið 2013. Ég hef lagt það til að hafin verði vinna við endurskoðun skólastefnu Garðabæjar, því þar er svo sannarlega verk að vinna. Garðabær hefur hingað til lagt nokkurn metnað í að byggja upp góða og framsækna skóla, stutt við fjölbreytni og valfrelsi í skólavali og fjölbreytt rekstrarform. Nú, þegar menntamálaráðherra er að leggja fram menntastefnu til ársins 2030 ætlar Garðabær að verða eftirbátur á, þar sem skólakerfið er lykill að framþróun og mun hafa áhrif á samkeppni um störf þegar fram í sækir hvort sem er hér á landi eða erlendis. Það liggur á að hefja endurskoðun skólastefnunnar. Því hvet ég félaga mína í meirihlutanum til þess að bretta upp ermar og blása til sóknar í skólamálum Garðabæjar með því að hefja þessa vinnu í samvinnu og samstarfi við samfélagið allt. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Það er nokkuð ljóst að kominn er tími á endurskoðun. Ekki eingöngu vegna þess hve langt er síðan hún var síðast endurskoðun, heldur ekki síður vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í samfélaginu á þeim tíma. Tvennt þykir mér sérstök ástæða til að draga fram. Í núverandi skólastefnu Garðabæjar er hvergi minnst á menntun án aðgreiningar, svo gömul er stefnan. Stefnan um menntun á aðgreiningar hefur verið við lýði í íslensku skólakerfi um langt skeið og meðal annars verið gerð evrópsk úttekt á því hvernig til tókst með innleiðingu. Hitt er síðan framtíðarmál. Þær tæknibreytingar sem eiga sér stað í öllum samfélögum hafa gríðarleg áhrif á okkur öll. Stafrænar lausnir taka yfir á fjölmörgum sviðum sem snerta okkar daglega líf og munu gera það áfram. Hraði þeirrar þróunar gerir það að verkum að við sjáum ekki fyrir í hverju allar þessar breytingar felast. Það er mikilvægt að hver einstaklingur hafi jöfn tækifæri og jafnt aðgengi að þessum nýja veruleika og því skiptir máli að tæknilæsi þjóðar sé sett í forgang. Hér er um stórt jafnréttismál að ræða sem allar nágrannaþjóðir okkar hafa áttað sig á og leggja mikla áherslu á í sínum menntastefnum nú þegar. Því skiptir máli að leggja fram sýn til framtíðar í skólastefnu. Leik- og grunnskólar eru dýrmætur lykill að þeim grunni sem hver þjóð þarf á að halda til að efla þekkingu svo hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Tæknilæsi er færni sem við þurfum öll á að halda samhliða lykilþáttum á við hæfni til samskipta, samvinnu, sjálfstæðra vinnubragða og áræðni til að takast á við hið óþekkta. Því er það mikilsvert að skólakerfið hreyfist í takt við nýja tíma en festist ekki í því sem þótti gott og framúrskarandi árið 2013. Ég hef lagt það til að hafin verði vinna við endurskoðun skólastefnu Garðabæjar, því þar er svo sannarlega verk að vinna. Garðabær hefur hingað til lagt nokkurn metnað í að byggja upp góða og framsækna skóla, stutt við fjölbreytni og valfrelsi í skólavali og fjölbreytt rekstrarform. Nú, þegar menntamálaráðherra er að leggja fram menntastefnu til ársins 2030 ætlar Garðabær að verða eftirbátur á, þar sem skólakerfið er lykill að framþróun og mun hafa áhrif á samkeppni um störf þegar fram í sækir hvort sem er hér á landi eða erlendis. Það liggur á að hefja endurskoðun skólastefnunnar. Því hvet ég félaga mína í meirihlutanum til þess að bretta upp ermar og blása til sóknar í skólamálum Garðabæjar með því að hefja þessa vinnu í samvinnu og samstarfi við samfélagið allt. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun