Þjóð-þrifa-mál Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 14. október 2020 08:30 Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun