Þjóð-þrifa-mál Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 14. október 2020 08:30 Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun