Ábyrga leiðin Logi Einarsson skrifar 13. október 2020 07:00 Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar