Vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 17:09 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það bæði vera samfélagslega rétt og hagkvæmt að ríkið taki þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu. Það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“ Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ærslabelgur veldur fjaðrafoki í Hafnarfirði „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“
Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ærslabelgur veldur fjaðrafoki í Hafnarfirði „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Sjá meira