Sjallar eru og verða sjallar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. október 2020 10:30 Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar stuðningur við einkarekna fjölmiðla er klæðskerasniðinn að Mogganum; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum ... Þannig má lengi telja. Mér er minnisstætt ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni í fyrra og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í þeirri þingnefndsem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um það hversu brýnt og ágætt málið væri. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að þrátt fyrir nægan tíma komst það aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En ríkisstjórn hennar er ekki einhver önnur ríkisstjórn en stjórnin sem Sjallar sitja í. Sjallar hætta ekkert að vera Sjallar. Og Sjallar hætta ekki að hugsa um sína.Og hætta ekki að standa vörð um það sem þeir álíta gamlar og góðar hefðir í íslensku viðskiptalífi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar stuðningur við einkarekna fjölmiðla er klæðskerasniðinn að Mogganum; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum ... Þannig má lengi telja. Mér er minnisstætt ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni í fyrra og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í þeirri þingnefndsem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um það hversu brýnt og ágætt málið væri. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að þrátt fyrir nægan tíma komst það aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En ríkisstjórn hennar er ekki einhver önnur ríkisstjórn en stjórnin sem Sjallar sitja í. Sjallar hætta ekkert að vera Sjallar. Og Sjallar hætta ekki að hugsa um sína.Og hætta ekki að standa vörð um það sem þeir álíta gamlar og góðar hefðir í íslensku viðskiptalífi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun