Lögregla kölluð til vegna átaka 12 ára barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 07:14 Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira