Stjórnarskrá á undarlegum tímum Viðar Hreinsson skrifar 2. október 2020 10:30 Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddaranna, hagsmunapotara og jafnvel velmeinandi hugsjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beitt er valdi í þágu hagnaðar, sérhagsmuna og valdakerfa eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfnuðum enda auðvelt að kaupa til þess slynga lögfræðinga og tungulipra almannatengla. Lýðræði er annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja, verja fólk gegn misbeitingu valds og finna leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði þarf að þróast og breytast með samfélaginu til almannaheilla með því að efla og virkja breiðari hópa samfélagsins. Ljósglætur eru víða. Drjúgur hluti verkalýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærnar með öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggir á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungin ramakvein valdastéttanna og þjóna hennar kveða nú við. Greta Thunberg er eitt magnaðasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Metoo hreyfingin og öflug bylgja gegn kynþáttamisrétti hafa sín áhrif. Sjálfsprottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni, til verndar náttúru og stuðnings við mannúð og mannréttindi. Og fyrir áratug var blásið til þjóðfundar, 6.nóvember árið 2010, þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi almennings smíðuðu tillögu sem afhent var forseta Alþingis 27. júlí árið 2011 og landsmenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október árið 2012 að skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp undirgefnir þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almannaheillum tókst að stöðva þessa fæðigu nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi með aðstoð nytsamra sakleysingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Útvötnunin ber keim af sérkennilegu sjálfsofmati sem virðist ríkja hjá mörgum stjórnmálamönnum og sprettur af skilyrtri vanahugsun, að allt sem fari í gegnum þeirra hendur og huga sé upphaf og endir alls, að allt þurfi að vega og meta á mælikvarða flokka og flokkafylgis, málamiðlana og valdatafls þar sem hagsmunagæslan leynist á bakvið. Landsmenn eiga samþykkt drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er oft bent á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En ný stjórnarskrá er lykilatriði í þróun lýðræðis þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði hugmyndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og samband við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjölbreyttum grasrótarsamtökum, öflugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Hún byrjar fallega í anda þeirrar fjölbreytni sem er lykill að farsælli samfélagsþróun og sambúð við náttúruna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Í 2. kafla um mannréttindi og náttúru er lögð áhersla á rækt við mannlega reisn og umgengni við þá náttúru sem við erum hluti af en höfum brugðist – „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.” (8. gr.), „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” (33. gr.) Ljúka verður því verki sem hafið var með þjóðfundinum og koma í veg fyrir þá útvötnun sem nú er í gangi. Það er lífsspursmál að Alþingi virði úrslit lýðræðislegra kosninga. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að setja nafn sitt hér. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddaranna, hagsmunapotara og jafnvel velmeinandi hugsjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beitt er valdi í þágu hagnaðar, sérhagsmuna og valdakerfa eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfnuðum enda auðvelt að kaupa til þess slynga lögfræðinga og tungulipra almannatengla. Lýðræði er annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja, verja fólk gegn misbeitingu valds og finna leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði þarf að þróast og breytast með samfélaginu til almannaheilla með því að efla og virkja breiðari hópa samfélagsins. Ljósglætur eru víða. Drjúgur hluti verkalýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærnar með öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggir á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungin ramakvein valdastéttanna og þjóna hennar kveða nú við. Greta Thunberg er eitt magnaðasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Metoo hreyfingin og öflug bylgja gegn kynþáttamisrétti hafa sín áhrif. Sjálfsprottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni, til verndar náttúru og stuðnings við mannúð og mannréttindi. Og fyrir áratug var blásið til þjóðfundar, 6.nóvember árið 2010, þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi almennings smíðuðu tillögu sem afhent var forseta Alþingis 27. júlí árið 2011 og landsmenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október árið 2012 að skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp undirgefnir þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almannaheillum tókst að stöðva þessa fæðigu nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi með aðstoð nytsamra sakleysingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Útvötnunin ber keim af sérkennilegu sjálfsofmati sem virðist ríkja hjá mörgum stjórnmálamönnum og sprettur af skilyrtri vanahugsun, að allt sem fari í gegnum þeirra hendur og huga sé upphaf og endir alls, að allt þurfi að vega og meta á mælikvarða flokka og flokkafylgis, málamiðlana og valdatafls þar sem hagsmunagæslan leynist á bakvið. Landsmenn eiga samþykkt drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er oft bent á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En ný stjórnarskrá er lykilatriði í þróun lýðræðis þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði hugmyndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og samband við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjölbreyttum grasrótarsamtökum, öflugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Hún byrjar fallega í anda þeirrar fjölbreytni sem er lykill að farsælli samfélagsþróun og sambúð við náttúruna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Í 2. kafla um mannréttindi og náttúru er lögð áhersla á rækt við mannlega reisn og umgengni við þá náttúru sem við erum hluti af en höfum brugðist – „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.” (8. gr.), „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” (33. gr.) Ljúka verður því verki sem hafið var með þjóðfundinum og koma í veg fyrir þá útvötnun sem nú er í gangi. Það er lífsspursmál að Alþingi virði úrslit lýðræðislegra kosninga. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að setja nafn sitt hér. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun