Þetta er ekki væll – heldur beiðni um að ríkið framfylgi lögum Fríða Stefánsdóttir skrifar 2. október 2020 09:01 Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti fyrst að fá læknisaðstoð eftir að ég flutti suður með sjó í Sandgerði, þá 14 ára gömul. Ég flutti frá Akranesi (bjó áður í Reykjavík) og þekkti ekkert annað en að vera með minn heimilislækni. Þegar ég þurfti svo á læknishjálp að halda sótti ég þjónustu til heilsugæslunnar í Reykjanesbæ, þar sem ekki var heilsugæsla í minni heimabyggð Sandgerði. Mamma spurði, eins og sjálfsagt var, hvort við gætum fengið að skrá okkur hjá heimilislækni.Svarið kom okkur í opna skjöldu sem var einfaldlega: Það er enginn með heimilislækni á Suðurnesjum, sú þjónusta er ekki í boði fyrir Suðurnesjamenn. Nú rúmlega 20 árum seinna er þjónustan ennþá afar takmörkuð. Í Suðurnesjabæ búa rúmlega 3600 íbúar sem eru hvorki með heimilislækni né aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerðar nr. 1084/2014 segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Að hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Hversu lengi á ríkið að komast upp með að framfylgja ekki lögum? Hversu lengi þurfum við sveitarstjórnarmenn að þrýsta, trekk í trekk, á ríkið að bregðast við. Nú erum við hjá Suðurnesjabæ búin að sýna framkvæmdastjóra HSS mögulegt húsnæði fyrir heilsugæslu og erum tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við ríkið til að fá þessa grunnþjónustu í sveitarfélagið. En við fáum engar nýjar upplýsingar og engin er uppbyggingin. Ekki nóg með að fá ekki heilsugæslu heldur fengum við einnig neitun frá ríkinu um dagdvalarþjónustu í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að sveitarfélagið væri búið að finna tilbúið húsnæði fyrir dvölina og ekki gert ráð fyrir því á fjárlögum næstu ára. Ríkið stafrækir enga þjónustu í Suðurnesjabæ, þrátt fyrir að við séum 16. stærsta sveitarfélag landsins af 72. Heilbrigðisumdæmin eru sjö. Ef skoðaðar eru upplýsingar og tölur um heilbrigðisstofnanir á síðu embætti landlæknis og íbúafjölda frá Sambandi sveitarfélaga er reiknidæmið ekki flókið og sýnir stöðuna svart á hvítu: Finnst ráðamönnum við Suðurnesjamenn vera annars flokks fólk, eða kannski ofurmenni sem veikjast sjaldnar? Nú skora ég á ríkið og heilbrigðisráðherra að setja heilsugæslu í Suðurnesjabæ á dagskrá. Tökum samtalið og vinnum saman að hag íbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Suðurnesjabær Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti fyrst að fá læknisaðstoð eftir að ég flutti suður með sjó í Sandgerði, þá 14 ára gömul. Ég flutti frá Akranesi (bjó áður í Reykjavík) og þekkti ekkert annað en að vera með minn heimilislækni. Þegar ég þurfti svo á læknishjálp að halda sótti ég þjónustu til heilsugæslunnar í Reykjanesbæ, þar sem ekki var heilsugæsla í minni heimabyggð Sandgerði. Mamma spurði, eins og sjálfsagt var, hvort við gætum fengið að skrá okkur hjá heimilislækni.Svarið kom okkur í opna skjöldu sem var einfaldlega: Það er enginn með heimilislækni á Suðurnesjum, sú þjónusta er ekki í boði fyrir Suðurnesjamenn. Nú rúmlega 20 árum seinna er þjónustan ennþá afar takmörkuð. Í Suðurnesjabæ búa rúmlega 3600 íbúar sem eru hvorki með heimilislækni né aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerðar nr. 1084/2014 segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Að hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Hversu lengi á ríkið að komast upp með að framfylgja ekki lögum? Hversu lengi þurfum við sveitarstjórnarmenn að þrýsta, trekk í trekk, á ríkið að bregðast við. Nú erum við hjá Suðurnesjabæ búin að sýna framkvæmdastjóra HSS mögulegt húsnæði fyrir heilsugæslu og erum tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við ríkið til að fá þessa grunnþjónustu í sveitarfélagið. En við fáum engar nýjar upplýsingar og engin er uppbyggingin. Ekki nóg með að fá ekki heilsugæslu heldur fengum við einnig neitun frá ríkinu um dagdvalarþjónustu í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að sveitarfélagið væri búið að finna tilbúið húsnæði fyrir dvölina og ekki gert ráð fyrir því á fjárlögum næstu ára. Ríkið stafrækir enga þjónustu í Suðurnesjabæ, þrátt fyrir að við séum 16. stærsta sveitarfélag landsins af 72. Heilbrigðisumdæmin eru sjö. Ef skoðaðar eru upplýsingar og tölur um heilbrigðisstofnanir á síðu embætti landlæknis og íbúafjölda frá Sambandi sveitarfélaga er reiknidæmið ekki flókið og sýnir stöðuna svart á hvítu: Finnst ráðamönnum við Suðurnesjamenn vera annars flokks fólk, eða kannski ofurmenni sem veikjast sjaldnar? Nú skora ég á ríkið og heilbrigðisráðherra að setja heilsugæslu í Suðurnesjabæ á dagskrá. Tökum samtalið og vinnum saman að hag íbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun