Þetta er ekki væll – heldur beiðni um að ríkið framfylgi lögum Fríða Stefánsdóttir skrifar 2. október 2020 09:01 Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti fyrst að fá læknisaðstoð eftir að ég flutti suður með sjó í Sandgerði, þá 14 ára gömul. Ég flutti frá Akranesi (bjó áður í Reykjavík) og þekkti ekkert annað en að vera með minn heimilislækni. Þegar ég þurfti svo á læknishjálp að halda sótti ég þjónustu til heilsugæslunnar í Reykjanesbæ, þar sem ekki var heilsugæsla í minni heimabyggð Sandgerði. Mamma spurði, eins og sjálfsagt var, hvort við gætum fengið að skrá okkur hjá heimilislækni.Svarið kom okkur í opna skjöldu sem var einfaldlega: Það er enginn með heimilislækni á Suðurnesjum, sú þjónusta er ekki í boði fyrir Suðurnesjamenn. Nú rúmlega 20 árum seinna er þjónustan ennþá afar takmörkuð. Í Suðurnesjabæ búa rúmlega 3600 íbúar sem eru hvorki með heimilislækni né aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerðar nr. 1084/2014 segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Að hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Hversu lengi á ríkið að komast upp með að framfylgja ekki lögum? Hversu lengi þurfum við sveitarstjórnarmenn að þrýsta, trekk í trekk, á ríkið að bregðast við. Nú erum við hjá Suðurnesjabæ búin að sýna framkvæmdastjóra HSS mögulegt húsnæði fyrir heilsugæslu og erum tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við ríkið til að fá þessa grunnþjónustu í sveitarfélagið. En við fáum engar nýjar upplýsingar og engin er uppbyggingin. Ekki nóg með að fá ekki heilsugæslu heldur fengum við einnig neitun frá ríkinu um dagdvalarþjónustu í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að sveitarfélagið væri búið að finna tilbúið húsnæði fyrir dvölina og ekki gert ráð fyrir því á fjárlögum næstu ára. Ríkið stafrækir enga þjónustu í Suðurnesjabæ, þrátt fyrir að við séum 16. stærsta sveitarfélag landsins af 72. Heilbrigðisumdæmin eru sjö. Ef skoðaðar eru upplýsingar og tölur um heilbrigðisstofnanir á síðu embætti landlæknis og íbúafjölda frá Sambandi sveitarfélaga er reiknidæmið ekki flókið og sýnir stöðuna svart á hvítu: Finnst ráðamönnum við Suðurnesjamenn vera annars flokks fólk, eða kannski ofurmenni sem veikjast sjaldnar? Nú skora ég á ríkið og heilbrigðisráðherra að setja heilsugæslu í Suðurnesjabæ á dagskrá. Tökum samtalið og vinnum saman að hag íbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Suðurnesjabær Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti fyrst að fá læknisaðstoð eftir að ég flutti suður með sjó í Sandgerði, þá 14 ára gömul. Ég flutti frá Akranesi (bjó áður í Reykjavík) og þekkti ekkert annað en að vera með minn heimilislækni. Þegar ég þurfti svo á læknishjálp að halda sótti ég þjónustu til heilsugæslunnar í Reykjanesbæ, þar sem ekki var heilsugæsla í minni heimabyggð Sandgerði. Mamma spurði, eins og sjálfsagt var, hvort við gætum fengið að skrá okkur hjá heimilislækni.Svarið kom okkur í opna skjöldu sem var einfaldlega: Það er enginn með heimilislækni á Suðurnesjum, sú þjónusta er ekki í boði fyrir Suðurnesjamenn. Nú rúmlega 20 árum seinna er þjónustan ennþá afar takmörkuð. Í Suðurnesjabæ búa rúmlega 3600 íbúar sem eru hvorki með heimilislækni né aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerðar nr. 1084/2014 segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Að hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Hversu lengi á ríkið að komast upp með að framfylgja ekki lögum? Hversu lengi þurfum við sveitarstjórnarmenn að þrýsta, trekk í trekk, á ríkið að bregðast við. Nú erum við hjá Suðurnesjabæ búin að sýna framkvæmdastjóra HSS mögulegt húsnæði fyrir heilsugæslu og erum tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við ríkið til að fá þessa grunnþjónustu í sveitarfélagið. En við fáum engar nýjar upplýsingar og engin er uppbyggingin. Ekki nóg með að fá ekki heilsugæslu heldur fengum við einnig neitun frá ríkinu um dagdvalarþjónustu í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að sveitarfélagið væri búið að finna tilbúið húsnæði fyrir dvölina og ekki gert ráð fyrir því á fjárlögum næstu ára. Ríkið stafrækir enga þjónustu í Suðurnesjabæ, þrátt fyrir að við séum 16. stærsta sveitarfélag landsins af 72. Heilbrigðisumdæmin eru sjö. Ef skoðaðar eru upplýsingar og tölur um heilbrigðisstofnanir á síðu embætti landlæknis og íbúafjölda frá Sambandi sveitarfélaga er reiknidæmið ekki flókið og sýnir stöðuna svart á hvítu: Finnst ráðamönnum við Suðurnesjamenn vera annars flokks fólk, eða kannski ofurmenni sem veikjast sjaldnar? Nú skora ég á ríkið og heilbrigðisráðherra að setja heilsugæslu í Suðurnesjabæ á dagskrá. Tökum samtalið og vinnum saman að hag íbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar