Þögn Aðalsteins Páll Steingrímsson skrifar 2. október 2020 08:01 Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar