Kannast ekki við að vera á sama báti og fjármálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2020 14:27 Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt segir að stjórnvöld hunsi fólk í fátækt. Fólk sé saman komið á Austurvelli til að koma úr felum og krefjast kjarabóta. Ásta Dís Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“ Alþingi Reykjavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“
Alþingi Reykjavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira