Kannast ekki við að vera á sama báti og fjármálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2020 14:27 Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt segir að stjórnvöld hunsi fólk í fátækt. Fólk sé saman komið á Austurvelli til að koma úr felum og krefjast kjarabóta. Ásta Dís Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“ Alþingi Reykjavík Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“
Alþingi Reykjavík Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira