Jafnrétti barna til umönnunar beggja forelda Guðný Björk Eydal og Sigrún Júlíusdóttir skrifa 1. október 2020 08:01 Jafn réttur barna til beggja foreldra sinna Lang flest börn eiga tvo foreldra við fæðingu. Löggjafin hefur um áratuga skeið lagt áherslu á að börn eigi rétt á umönnun beggja foreldra. Í fyrstu grein barnalaga segir „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína“. Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á barnalögum á liðnum áratugum til að tryggja betur rétt barna til beggja foreldra, sameiginleg forsjá var gerð möguleg og síðar gerð að meginreglu. og dómurum heimilað að dæma foreldra til sameiginlegrar forsjár. Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögleitt segir: „Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.“ Lög um fæðingarorlof frá 2000 hafa það að markmiði að tryggja börnum samvistir við báða foreldra. Skv. þeim eiga öll börn rétt á jafnlöngu fæðingarorlofi því ef eingöngu er um eitt foreldri er að ræða þá fær það heildarfjölda mánuða. Þá er einnig gert ráð fyrir því að ef foreldri getur ekki sinnt barni, t.d. vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar, þá sé því heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins. Þessi áhersla á mikilvægi umönnunar beggja foreldra er vel studd rannsóknum sem sýna að það er barni fyrir bestu að eiga góð og örugg tengsl við báða foreldra en slík tengsl verða sterkust ef þau fá að mótast strax í frumbernsku. Þetta á ekki síst við um börn sem ekki deila heimili með báðum foreldrum. Fjöldi erlendra rannsókna, m.a. um velferð barna í kjölfar skilnaðar, sýnir glögglega að börnum sem eiga vísa umönnun beggja foreldra, þó að foreldrar þeirra séu ekki í parsambandi, farnast betur en börnum sem eiga brotið eða lítið samband við foreldri sem það býr ekki með. Jafn réttur foreldra til uppeldistengsla, ábyrgðar og samfélagsþátttöku Það er mjög krefjandi fyrir eitt foreldri að sjá um alla umönnun, það dregur t.d. úr möguleikum þeirra til að helga sig starfi og vinna langan vinnudag enda eru fjárhagserfiðleikar einstæðra foreldra alla jafna meiri en foreldra sem búa saman. Það er því afar mikilvægt að tryggja öllum börnum umönnun beggja foreldra og búa þannig um hnútana að foreldrar sem ekki búa saman við fæðingu barns, eða eftir skilnað, eigi greiðan aðgang að foreldra- og fjölskylduráðgjöf til að geta sem best tekist saman á við nýtt hlutverk sem foreldrar barns og myndað með sér virkt og ábyrgt foreldrasamband. Mikilvægt er að foreldrar fái stuðning til að takast saman á við stærsta verkefni sem nokkur einstaklingur tekur sér fyrir hendur, uppeldi og forsjá barns til 18 ára aldurs. Sýnt hefur verið fram á gildi jafnrar foreldra ábyrgðar og þátttöku beggja á meðgöngu og í umönnun barnsins fyrstu tvö árin. Það styrkir parsambandið barninu til heilla. Sömuleiðis styrkir það tilfinningatengsl föður og barns og ábyrgðarstöðu föður ef til skilnaðar kemur, barninu til heilla. Löggjöf getur stýrt þróun Skv. lögum fara mæður einar með forsjá barns ef þær búa ekki með föður við fæðingu og faðir getur ekki tekið fæðingarorlof nema með samþykki þeirra.Tölur frá Fæðingarorlofssjóði sýna að feður sem búa með börnum sínum taka frekar fæðingarorlof en feður sem deila ekki lögheimili með börnum sínum. Áhugavert er þessir hópar taka næstum jafn marga daga í orlof, en feður sem ekki búa með börnum sínum taka að meðaltali örlítið fleiri daga í fæðingarorlof en feður sem búa með börnum sínum. Megindlegar rannsóknir á hvernig foreldrar skipta með sér umönnun barna sinna sýna að umönnun beggja foreldra hefur aukist á í kjölfar orlofstöku feðra. Feður taka æ ríkari þátt í umönnun barna sem þeir deila ekki lögheimili með og það færist í aukanna að börn dvelji jafnt hjá báðum foreldrum eftir skilnað eða sambúðarslit. Hér má sjá áhrif fæðingarorlofs feðra fyrir sterkara tilfinningasambandi þeirra og barnanna ásamt sterkari ábyrgðarhvöt gagnvart uppeldi og umönnun þeirra. Eigindleg viðtalsrannsókn, um hvernig foreldrar sem ekki bjuggu saman höguðu umönnun barna og skiptingu orlofs, sýndi vel fjölbreytileika þeirra atriða sem huga þarf að. Sum lýstu deilum vegna parsambands og hvernig þær komu í veg fyrir samvinnu við foreldra um umönnun barns á fyrstu ævimánuðum. Það er ekki í hag barns að deilur foreldra geti orðið til þess að foreldrar nýti ekki fæðingarorlof sem barn myndi njóta góðs af. Í rannsókninni lýstu foreldrar einnig mjög góðri samvinnu og hvernig fæðingarorlof hefði orðið til þess að þeim tókst báðum að mynda góð tengsl við barn á fyrsta æviári. Foreldrar leituðu leiða til að mynda sem allra best tengsl. Til að tryggja öllum börnum sem eiga tvo foreldra möguleika á umönnun þeirra beggja er nauðsynlegt að ryðja úr vegi hindrunum sem einstæðir foreldrar kunna að mæta og þurfa að takast á við í foreldrasamstarfi. Það næst með bættum formlegum úrræðum og markvissri foreldraráðgjöf Lokaorð Jafn sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs er mikilvægur til að tryggja öllum börnum umönnun beggja foreldra. Slíkur réttur er mikilvægur fyrir börn sem búa með báðum foreldrum frá fæðingu, en hann er enn mikilvægari fyrir börn sem eiga foreldra sem ekki eru í parsambandi við fæðingu. Þeim og foreldrum þeirra þarf að veita stuðning til að réttur þeirra til fæðingarorlofs nýtist barni til að tryggja því besta mögulega veganesti til farsældar í lífinu, en það er góð tengsl við báða foreldra. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsSigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Jafn réttur barna til beggja foreldra sinna Lang flest börn eiga tvo foreldra við fæðingu. Löggjafin hefur um áratuga skeið lagt áherslu á að börn eigi rétt á umönnun beggja foreldra. Í fyrstu grein barnalaga segir „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína“. Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á barnalögum á liðnum áratugum til að tryggja betur rétt barna til beggja foreldra, sameiginleg forsjá var gerð möguleg og síðar gerð að meginreglu. og dómurum heimilað að dæma foreldra til sameiginlegrar forsjár. Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögleitt segir: „Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.“ Lög um fæðingarorlof frá 2000 hafa það að markmiði að tryggja börnum samvistir við báða foreldra. Skv. þeim eiga öll börn rétt á jafnlöngu fæðingarorlofi því ef eingöngu er um eitt foreldri er að ræða þá fær það heildarfjölda mánuða. Þá er einnig gert ráð fyrir því að ef foreldri getur ekki sinnt barni, t.d. vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar, þá sé því heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins. Þessi áhersla á mikilvægi umönnunar beggja foreldra er vel studd rannsóknum sem sýna að það er barni fyrir bestu að eiga góð og örugg tengsl við báða foreldra en slík tengsl verða sterkust ef þau fá að mótast strax í frumbernsku. Þetta á ekki síst við um börn sem ekki deila heimili með báðum foreldrum. Fjöldi erlendra rannsókna, m.a. um velferð barna í kjölfar skilnaðar, sýnir glögglega að börnum sem eiga vísa umönnun beggja foreldra, þó að foreldrar þeirra séu ekki í parsambandi, farnast betur en börnum sem eiga brotið eða lítið samband við foreldri sem það býr ekki með. Jafn réttur foreldra til uppeldistengsla, ábyrgðar og samfélagsþátttöku Það er mjög krefjandi fyrir eitt foreldri að sjá um alla umönnun, það dregur t.d. úr möguleikum þeirra til að helga sig starfi og vinna langan vinnudag enda eru fjárhagserfiðleikar einstæðra foreldra alla jafna meiri en foreldra sem búa saman. Það er því afar mikilvægt að tryggja öllum börnum umönnun beggja foreldra og búa þannig um hnútana að foreldrar sem ekki búa saman við fæðingu barns, eða eftir skilnað, eigi greiðan aðgang að foreldra- og fjölskylduráðgjöf til að geta sem best tekist saman á við nýtt hlutverk sem foreldrar barns og myndað með sér virkt og ábyrgt foreldrasamband. Mikilvægt er að foreldrar fái stuðning til að takast saman á við stærsta verkefni sem nokkur einstaklingur tekur sér fyrir hendur, uppeldi og forsjá barns til 18 ára aldurs. Sýnt hefur verið fram á gildi jafnrar foreldra ábyrgðar og þátttöku beggja á meðgöngu og í umönnun barnsins fyrstu tvö árin. Það styrkir parsambandið barninu til heilla. Sömuleiðis styrkir það tilfinningatengsl föður og barns og ábyrgðarstöðu föður ef til skilnaðar kemur, barninu til heilla. Löggjöf getur stýrt þróun Skv. lögum fara mæður einar með forsjá barns ef þær búa ekki með föður við fæðingu og faðir getur ekki tekið fæðingarorlof nema með samþykki þeirra.Tölur frá Fæðingarorlofssjóði sýna að feður sem búa með börnum sínum taka frekar fæðingarorlof en feður sem deila ekki lögheimili með börnum sínum. Áhugavert er þessir hópar taka næstum jafn marga daga í orlof, en feður sem ekki búa með börnum sínum taka að meðaltali örlítið fleiri daga í fæðingarorlof en feður sem búa með börnum sínum. Megindlegar rannsóknir á hvernig foreldrar skipta með sér umönnun barna sinna sýna að umönnun beggja foreldra hefur aukist á í kjölfar orlofstöku feðra. Feður taka æ ríkari þátt í umönnun barna sem þeir deila ekki lögheimili með og það færist í aukanna að börn dvelji jafnt hjá báðum foreldrum eftir skilnað eða sambúðarslit. Hér má sjá áhrif fæðingarorlofs feðra fyrir sterkara tilfinningasambandi þeirra og barnanna ásamt sterkari ábyrgðarhvöt gagnvart uppeldi og umönnun þeirra. Eigindleg viðtalsrannsókn, um hvernig foreldrar sem ekki bjuggu saman höguðu umönnun barna og skiptingu orlofs, sýndi vel fjölbreytileika þeirra atriða sem huga þarf að. Sum lýstu deilum vegna parsambands og hvernig þær komu í veg fyrir samvinnu við foreldra um umönnun barns á fyrstu ævimánuðum. Það er ekki í hag barns að deilur foreldra geti orðið til þess að foreldrar nýti ekki fæðingarorlof sem barn myndi njóta góðs af. Í rannsókninni lýstu foreldrar einnig mjög góðri samvinnu og hvernig fæðingarorlof hefði orðið til þess að þeim tókst báðum að mynda góð tengsl við barn á fyrsta æviári. Foreldrar leituðu leiða til að mynda sem allra best tengsl. Til að tryggja öllum börnum sem eiga tvo foreldra möguleika á umönnun þeirra beggja er nauðsynlegt að ryðja úr vegi hindrunum sem einstæðir foreldrar kunna að mæta og þurfa að takast á við í foreldrasamstarfi. Það næst með bættum formlegum úrræðum og markvissri foreldraráðgjöf Lokaorð Jafn sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs er mikilvægur til að tryggja öllum börnum umönnun beggja foreldra. Slíkur réttur er mikilvægur fyrir börn sem búa með báðum foreldrum frá fæðingu, en hann er enn mikilvægari fyrir börn sem eiga foreldra sem ekki eru í parsambandi við fæðingu. Þeim og foreldrum þeirra þarf að veita stuðning til að réttur þeirra til fæðingarorlofs nýtist barni til að tryggja því besta mögulega veganesti til farsældar í lífinu, en það er góð tengsl við báða foreldra. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsSigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun