Það geta ekki allir verið Bubbi Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 26. september 2020 08:00 Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun