Tvíefld Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Edda Sigurðardóttir skrifa 23. september 2020 21:21 Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar