Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2020 08:27 Þau heimkynni úlfanna sem næst eru Íslandi eru við Scoresbysund á austanverðu Grænlandi. Mynd/Getty. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi. Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi.
Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira