Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2020 08:27 Þau heimkynni úlfanna sem næst eru Íslandi eru við Scoresbysund á austanverðu Grænlandi. Mynd/Getty. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi. Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi.
Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira