Aðeins þriðjungur velur bílinn Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 17. september 2020 15:00 Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umferðaröryggi Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar