Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2020 22:20 Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira