Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2020 22:20 Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira