Innlent

Ákærður fyrir morð með því að kasta manni fram af svölum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd frá því maðurinn var leiddur fyrir dómara í desember í fyrra.
Mynd frá því maðurinn var leiddur fyrir dómara í desember í fyrra. Vísir/Frikki

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á sextugsaldri fyrir morð. Manninum er gefið að sök að hafa kastað öðrum manni fram af svölum í Úlfarsárdal í Reykjavík í desember á síðasta ári, með þeim afleiðingum að hann lést. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Mennirnir sem um ræðir voru báðir frá Litháen. Alls voru fimm handteknir í tengslum við málið en einn þeirra, sem nú hefur verið ákærður, var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Samkvæmt frétt RÚV var ákæran á hendur manninum gefin út 3. júní síðastliðinn. Maðurinn er þá sagður neita sök, en í ákærunni er hann sagður hafa „á svölum íbúðarinnar, slegið [manninn] hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að [maðurinn] féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sem hann hlaut á heila, brjóstkassa og brjóstholslíffærum“.


Tengdar fréttir

Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal

Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×