Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 20:17 Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar. Formaður Landverndar segir það þversagnakennt hve lítið sé talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni, í ljósi þess að lofstlagsváin hafi aðeins orðið meiri á undanförnum árum. „Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira