Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2024 14:38 Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í fjórtán mánuði. Vísir/Vilhelm Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega. Fyrir liggur að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir Alþingi fyrir kosningar í lok mánaðar. Staðan er fáheyrð og algert stopp hefur verið í útboðum. Meðal þess sem bjóða átti út á árinu var Fossvogsbrú, tvöföldun á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum, brúarsmíði í Gufudalssveit og svo mætti lengi telja. Vegagerðin þurfi aukið viðhaldsfé Ástæðan er einkum sú að fjármögnun á brú yfir Hornafjarðarfljót á grundvelli laga um samvinnuverkefni stóðst ekki. Verkið var engu að síður sett af stað, án nægilegra fjárheimilda, og sogaði það til sín fjárveitingar úr öðrum verkum. Eins er smíði nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði og efast sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs um að dæmið gangi upp. „Ef þarfirnar ættu að vera uppfylltar þá þyrfti auðvitað Vegagerðin í fyrsta lagi að vera með viðhaldsfé fyrir þeirri þörf sem þau telja að sé lágmarkið sem er þá átján til tuttugu milljarðar ef það ætti að fara að ganga á skuldina enn meira.“ Þetta sagði Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og formaður Mannvirkis, í sprengisandi á bylgjunni í morgun. Hann nefnir þá að samgöngusáttmálinn sé framkvæmd upp á þrjú hundruð milljarða. „Sem geta verið einhverjir fimmtán milljarðar á ári. Síðan hlyti það að vera eitthvað annað eins í þessum almennu verkefnum um allt land plús svo jarðgöngin sem er stóri draumurinn. Við sjáum í samgönguáætlun að innviðaráðherra og stjórnmálamennirnir hafa sett þar verkefni næstum upp á 200 milljarða á næstu fimmtán til átján árum. Þar af eru Fjarðarheiðargöng upp á 46 milljarða og önnur göng upp á 140 milljarða. Íslendingar eigi erfitt með langtímahugsun Þetta sé allt ófjármagnað. „Við getum ekki greitt þetta með skattfé, hreinu og beinu skattfé. Það verður að koma eitthvað annað til ef það á að ráðast í þessi verkefni.“ Sigþór ítrekar að samgönguverkefni séu langtímaverkefni. Hann bætir við að að sínu mati eigi stjórnmálamenn og Íslendingar almennt erfitt með langtímahugsun. „Við eigum fimmtán ára samgönguáætlun ósamþykkta er held ég það allra lengsta sem Íslendingar geta hugsað fram í tímann. Á meðan að aðrar þjóðir hugsa kannski 50 til 100 ár fram í tímann.“ Vegagerð Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fyrir liggur að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir Alþingi fyrir kosningar í lok mánaðar. Staðan er fáheyrð og algert stopp hefur verið í útboðum. Meðal þess sem bjóða átti út á árinu var Fossvogsbrú, tvöföldun á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum, brúarsmíði í Gufudalssveit og svo mætti lengi telja. Vegagerðin þurfi aukið viðhaldsfé Ástæðan er einkum sú að fjármögnun á brú yfir Hornafjarðarfljót á grundvelli laga um samvinnuverkefni stóðst ekki. Verkið var engu að síður sett af stað, án nægilegra fjárheimilda, og sogaði það til sín fjárveitingar úr öðrum verkum. Eins er smíði nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði og efast sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs um að dæmið gangi upp. „Ef þarfirnar ættu að vera uppfylltar þá þyrfti auðvitað Vegagerðin í fyrsta lagi að vera með viðhaldsfé fyrir þeirri þörf sem þau telja að sé lágmarkið sem er þá átján til tuttugu milljarðar ef það ætti að fara að ganga á skuldina enn meira.“ Þetta sagði Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og formaður Mannvirkis, í sprengisandi á bylgjunni í morgun. Hann nefnir þá að samgöngusáttmálinn sé framkvæmd upp á þrjú hundruð milljarða. „Sem geta verið einhverjir fimmtán milljarðar á ári. Síðan hlyti það að vera eitthvað annað eins í þessum almennu verkefnum um allt land plús svo jarðgöngin sem er stóri draumurinn. Við sjáum í samgönguáætlun að innviðaráðherra og stjórnmálamennirnir hafa sett þar verkefni næstum upp á 200 milljarða á næstu fimmtán til átján árum. Þar af eru Fjarðarheiðargöng upp á 46 milljarða og önnur göng upp á 140 milljarða. Íslendingar eigi erfitt með langtímahugsun Þetta sé allt ófjármagnað. „Við getum ekki greitt þetta með skattfé, hreinu og beinu skattfé. Það verður að koma eitthvað annað til ef það á að ráðast í þessi verkefni.“ Sigþór ítrekar að samgönguverkefni séu langtímaverkefni. Hann bætir við að að sínu mati eigi stjórnmálamenn og Íslendingar almennt erfitt með langtímahugsun. „Við eigum fimmtán ára samgönguáætlun ósamþykkta er held ég það allra lengsta sem Íslendingar geta hugsað fram í tímann. Á meðan að aðrar þjóðir hugsa kannski 50 til 100 ár fram í tímann.“
Vegagerð Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira