Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 20:04 Sterku systurnar, frá vinstri, Sigríður, María og Guðrún Hulda. Með þeim er mamma þeirra, Jóna Konráðsdóttir og þjálfari þeirra, Þórunn Brynja Jónsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár systur á Selfossi slá ekki slöku við þessa dagana því þær eru að æfa sig á fullum krafti fyrir heimsmeistaramót í kraftlyftingum þar sem þær munu keppa fyrir Íslands hönd. Mamma þeirra er dugleg að fylgja þeim á æfingar og hvetja þær áfram. Hér erum við að tala um systurnar Guðrúnu Huldu, Maríu og Sigríði, Sigurjónsdætur, sem eru að fara að keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ. Ísland verður með sjö keppendur en aldrei áður hafa svo margir keppendur frá landinu verið á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum. Þjálfari systranna er mjög ánægð með þær. „Þær eru helsterkar, samviskusamar og mjög öflugar íþróttakonur allar þrjár. Þær eru náttúrulega mjög skemmtilegar það er nú fyrir það fyrsta. Þær hlusta ekki á neitt múður. Ef ég gleymi mér og fer að tala við einhvern þá er bara kallað á mann á æfingu en það er alveg sama hvað ég spyr þær, ég hef áhyggjur kannski hvort þetta sé erfitt eða eitthvað en það er alveg saman, það er alltaf það sama, „ég er góð”, segir Þórunn Brynja Jónasdóttir, þjálfari systranna. Og mamma systranna, Jóna mætir oft á æfingar hjá þeim og hvetur þær áfram og er að sjálfsögðu mjög stolt af þeim. „Jú, auðvitað,” segir Jóna. Systurnar munu keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst heimsmeistaramótið í systurnar? „Við erum mjög spenntar, hrikalega vel, ég er ekkert eðlilega spennt,” segja systurnar. En hvað er svona skemmtilegast við þetta allt saman? „Bara að sjá hvað maður er sterkur og félagsskapurinn og við erum líka alltaf að bæta okkur og keppnin á móti hvor annarri,” bæta systurnar við. En hver er nú sterkust af þeim systrum? „Núna er það ég eins og er,” segir Sigríður en þá fóru Guðrún Hulda og María báðar að hlægja og bættu við að þær væru allar mjög góðar vinkonur og alltaf mjög duglegar að hjálpast að og hvetja hvor aðra áfram. Mótið leggst mjög vel í systurnar þrjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kraftlyftingar Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Hér erum við að tala um systurnar Guðrúnu Huldu, Maríu og Sigríði, Sigurjónsdætur, sem eru að fara að keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ. Ísland verður með sjö keppendur en aldrei áður hafa svo margir keppendur frá landinu verið á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum. Þjálfari systranna er mjög ánægð með þær. „Þær eru helsterkar, samviskusamar og mjög öflugar íþróttakonur allar þrjár. Þær eru náttúrulega mjög skemmtilegar það er nú fyrir það fyrsta. Þær hlusta ekki á neitt múður. Ef ég gleymi mér og fer að tala við einhvern þá er bara kallað á mann á æfingu en það er alveg sama hvað ég spyr þær, ég hef áhyggjur kannski hvort þetta sé erfitt eða eitthvað en það er alveg saman, það er alltaf það sama, „ég er góð”, segir Þórunn Brynja Jónasdóttir, þjálfari systranna. Og mamma systranna, Jóna mætir oft á æfingar hjá þeim og hvetur þær áfram og er að sjálfsögðu mjög stolt af þeim. „Jú, auðvitað,” segir Jóna. Systurnar munu keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst heimsmeistaramótið í systurnar? „Við erum mjög spenntar, hrikalega vel, ég er ekkert eðlilega spennt,” segja systurnar. En hvað er svona skemmtilegast við þetta allt saman? „Bara að sjá hvað maður er sterkur og félagsskapurinn og við erum líka alltaf að bæta okkur og keppnin á móti hvor annarri,” bæta systurnar við. En hver er nú sterkust af þeim systrum? „Núna er það ég eins og er,” segir Sigríður en þá fóru Guðrún Hulda og María báðar að hlægja og bættu við að þær væru allar mjög góðar vinkonur og alltaf mjög duglegar að hjálpast að og hvetja hvor aðra áfram. Mótið leggst mjög vel í systurnar þrjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kraftlyftingar Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira