Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 22:52 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Fannar Aðalvarðstjóri hefur áhyggjur af fjölgun tilvika þar sem ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Fleiri og fleiri ökumenn séu annars hugar í umferðinni og jafnvel að horfa á kvikmyndir í símanum á meðan þeir keyra. Það sem af er ári hafa 519 ökumenn verið ákærðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, flestir í síðasta mánuði þegar 81 ökumaður var gripinn við verknaðinn. Rúmlega fimm hundruð til viðbótar hafa verið gómaðir í símanum undir stýri á þessu ári. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Heilt yfir í umferðinni í dag, er fólk bara annars hugar. Það er mikið áhyggjuefni. Fólk er með ýmsar skýringar, sá ekki að það var komið rautt ljós eða er að flýta sér og svo framvegis. En þetta er bara áhyggjuefni að fólk virðist vera annars hugar í umferðinni. Við erum með of mörg umferðarslys síðustu misseri, við erum að verða vör við að ökumenn eru mjög mikið í farsímanum, jafnvel að horfa á myndir eða tónleika á meðan það er að aka um götur borgarinnar. Við verðum að taka okkur til og vera í núinu. Vera í bara í umferðinni,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni fyrir neðan má sjá fjölda tilvika þar sem fólk keyrir yfir á rauðu ljósi. Hvaða fólk er það sem er helst í símanum undir stýri, er það ungt fólk eða af öllum aldri? „Þetta er allur aldur. Maður verður einna mest var við það að eldra fólk er ekki í símanum. Það er einfaldlega ekki alið upp við þetta. En þessir yngstu vegfarendur og upp í miðjan aldur, það er mjög algengt að við séum að sjá þetta aldursbil,“ segir Árni. Hann segir síðustu og fyrstu mánuði ársins ávallt þá erfiðustu í umferðinni í snjókomu og myrkri. „Því miður verða mjög alvarleg slys þessa dimmustu mánuði,“ segir Árni. Lögreglumál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Það sem af er ári hafa 519 ökumenn verið ákærðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, flestir í síðasta mánuði þegar 81 ökumaður var gripinn við verknaðinn. Rúmlega fimm hundruð til viðbótar hafa verið gómaðir í símanum undir stýri á þessu ári. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Heilt yfir í umferðinni í dag, er fólk bara annars hugar. Það er mikið áhyggjuefni. Fólk er með ýmsar skýringar, sá ekki að það var komið rautt ljós eða er að flýta sér og svo framvegis. En þetta er bara áhyggjuefni að fólk virðist vera annars hugar í umferðinni. Við erum með of mörg umferðarslys síðustu misseri, við erum að verða vör við að ökumenn eru mjög mikið í farsímanum, jafnvel að horfa á myndir eða tónleika á meðan það er að aka um götur borgarinnar. Við verðum að taka okkur til og vera í núinu. Vera í bara í umferðinni,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni fyrir neðan má sjá fjölda tilvika þar sem fólk keyrir yfir á rauðu ljósi. Hvaða fólk er það sem er helst í símanum undir stýri, er það ungt fólk eða af öllum aldri? „Þetta er allur aldur. Maður verður einna mest var við það að eldra fólk er ekki í símanum. Það er einfaldlega ekki alið upp við þetta. En þessir yngstu vegfarendur og upp í miðjan aldur, það er mjög algengt að við séum að sjá þetta aldursbil,“ segir Árni. Hann segir síðustu og fyrstu mánuði ársins ávallt þá erfiðustu í umferðinni í snjókomu og myrkri. „Því miður verða mjög alvarleg slys þessa dimmustu mánuði,“ segir Árni.
Lögreglumál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira