Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 13:26 Miklar skemmdir urðu á húsum, vegum og öðrum innviðum í Grindavík. Vísir/Arnar Í dag er ár liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Hamfarirnar eru einar þær mestu í sögunni að sögn bæjarstjóra sem kveðst bjartsýnn á framtíð bæjarins þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið. Forseti Íslands mun sækja samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld. Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira