„Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 21:21 Halla hélt ræðu í Grindavíkurkirkju í kvöld. skjáskot/vísir „Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma.“ Þetta sagði Halla Tómasdóttir forseti Íslands þegar hún ávarpaði Grindvíkinga við samverustund þeirra í Grindarvíkurkirkju í kvöld. Samverustundin er haldin nú þegar ár er liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði bæjarstjórinn Fannar Jónasson að hamfarirnar væru einar þær mestu í sögunni. Hann er aftur á móti bjartsýnn á framtíð bæjarins. Halla segir að enginn geti sett sig í spor Grindvíkinga. „Svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á,“ sagði halla og þakkaði sérstaklega viðbragðsaðilum, lögreglu og starfsmönnum bæjarins fyrir sitt framlag í baráttunni við eldgosin. Hún sagði Grindvíkinga hafa sýnt mikið úthald og seiglu sem hafi einnig sést hjá íþróttaliðum Grindvíkinga. „Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag.“ „Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt,“ sagði Halla sem óskaði Grindvíkingum velfarnaðar. Beina útsendingu frá samverustundinni má finna hér að neðan, auk ræðu Höllu forseta í heild sinni: Í dag er liðið ár frá því að ykkur var gert að rýma heimili ykkar. Ég veit að ég þarf hvorki að rifja upp aðdragandann né atburðarásina síðan, þetta er ljóslifandi í huga ykkar allra, líklega bæði í vöku og svefni. Ekkert okkar sem ekki hefur gengið í gegnum það sem þið hafið upplifað, getur sett sig í spor ykkar, svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á. Byrjum á þökkunum. Það er ekki sjálfgefið að búa í samfélagi sem tekur utan um þá sem missa heimili sín og samfélag. Það ber því að þakka fyrir þá staðreynd að hér standa Íslendingar alla jafna saman þegar svona miklar hamfarir eiga sér stað og skilja að við þurfum að rétta hvert öðru hjálparhönd. Það má segja að Íslendingar séu þrautgóðir á raunastund og margir hafa lagt hönd á plóginn undanfarin ár til að mæta þessari náttúruvá og afleiðingum hennar. Þarna hafa meðal annars Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarsveitin Þorbjörn sérstaklega komið að verki, Rauði krossinn, lögreglan, Veðurstofan, Almannavarnir, stjórn og starfsmenn bæjarins, sjálfboðaliðar í hjálparstöðvum, kirkjan, ættingjar og auðvitað fjölmargir aðrir sem ekki næst að telja upp hér. Á svona óvissutímum þarf margar hendur og margþættan stuðning og það ber að þakka fyrir slíkt þó vissulega vitum við að margt má gera betur til að draga úr óvissu fyrir ykkur Grindvíkinga og tryggja aðkomu ykkar að ákvörðunum sem varða ykkar framtíð. Það sem í mínum huga stendur upp úr, er að þið misstuð ekki bara heimilin ykkar, heldur líka ykkar einstaka og öfluga samfélag. Ég hef séð og heyrt frá mörgum ykkar hversu mikið það reynir á. Á móti þeirri raun hafið þið, kæru Grindvíkingar, sýnt mikið úthald og seiglu. Þessa eiginleika hafa landsmenn lengi séð í íþróttaliðum frá Grindavík en ég veit að það sama verður sagt um Grindvíkinga almennt enda er ég gift fótboltamanni úr Grindavík og hef fylgst með ykkar öfluga íþróttastarfi, kvenfélagi, skólastarfi, fiskverkendum og sjómönnum um langt skeið. Seigla og úthald eru lífsnauðsynlegir eiginleikar sem þið hafið gerst boðberar fyrir með miklum sóma – minnt okkur á úr hverju við Íslendingar erum í grunninn gerð. Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag. Það er að mínu mati lykilorðið sem vert er að huga að hvað framhaldið varðar – og reyndar hvað framtíð Íslands varðar. Því hvers virði er allt heimsins prjál ef þú átt engan vin? Einmanaleiki hefur aukist mikið í okkar landi og að undanförnu hafa margir sorglegir atburðir átt sér stað hér – atburðir af mannavöldum. Við getum fátt gert við náttúruvá annað en að læra af reynslunni og reyna að gera sífellt betur – og það virðist okkur hafa tekist í hamförunum hingað til. En við verðum líka að beina athygli og stuðningi að þáttum sem snúa að okkur sjálfum og okkar samfélagi. Öruggt húsnæði, innviðir og atvinna skipta máli í Grindavík og á Íslandi, en án mennsku, samheldins samfélags, trúar á framtíðina og getu til að takast á við hana er það allt innantómt. Það skiptir sköpum að horfa til þessara þátta, taka utan um andlegu og samfélagslegu þættina – taka utan um hvert annað og temja okkur mennsku og virðingu á viðkvæmum tímum. Þá tel ég rétt að minna okkur öll á að taka sérstaklega vel utan um viðkvæmustu hópana, eldri borgara, börnin, nýbúa og aðra sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda. Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma. Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt. Ég hef reynt að nýta erfiða tíma til að horfa innávið, tengja betur við hjarta mitt og það og þá sem skipta mig máli. Ég hef séð ykkur gera þetta sama. Í vor og sumar mættum við hjónin hópum Grindvíkinga um allan bæ að njóta lífsins og samveru þrátt fyrir allt. Við borðuðum líka með ykkur í Sjómannastofunni Vör og sáum þar samheldni þeirra sem fremst hafa farið í að halda uppi störfum hér og hafa þannig gefið lífinu mikilvægan tilgang og gildi. Ég hef ekki, frekar en þið, svör við því hversu lengi móðir náttúra ætlar að herja hér á okkur, né svör við því hvernig skal bregðast við þeim fjölda áskorana sem fylgja hennar háttalagi. En ég hef trú, bæði á ykkur og á okkar öfluga samfélagi, og vil að lokum hvetja ykkur og öll sem að málum koma til að setja á oddinn að vinna saman að framtíðarsýn fyrir ykkar samfélag. Ekkert vekur meiri von og kraft í brjósti en að fá sæti við borðið þegar erfiðleikar steðja að – móta þannig skref fyrir skref þá framtíð og það samfélag sem þið viljið. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og treysti því að við stöndum keik þegar mótlætinu linnir, ennþá reyndari og úthaldsbetri en áður. Enn öflugri Grindvíkingar í enn öflugri Grindavík. Grindavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þetta sagði Halla Tómasdóttir forseti Íslands þegar hún ávarpaði Grindvíkinga við samverustund þeirra í Grindarvíkurkirkju í kvöld. Samverustundin er haldin nú þegar ár er liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði bæjarstjórinn Fannar Jónasson að hamfarirnar væru einar þær mestu í sögunni. Hann er aftur á móti bjartsýnn á framtíð bæjarins. Halla segir að enginn geti sett sig í spor Grindvíkinga. „Svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á,“ sagði halla og þakkaði sérstaklega viðbragðsaðilum, lögreglu og starfsmönnum bæjarins fyrir sitt framlag í baráttunni við eldgosin. Hún sagði Grindvíkinga hafa sýnt mikið úthald og seiglu sem hafi einnig sést hjá íþróttaliðum Grindvíkinga. „Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag.“ „Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt,“ sagði Halla sem óskaði Grindvíkingum velfarnaðar. Beina útsendingu frá samverustundinni má finna hér að neðan, auk ræðu Höllu forseta í heild sinni: Í dag er liðið ár frá því að ykkur var gert að rýma heimili ykkar. Ég veit að ég þarf hvorki að rifja upp aðdragandann né atburðarásina síðan, þetta er ljóslifandi í huga ykkar allra, líklega bæði í vöku og svefni. Ekkert okkar sem ekki hefur gengið í gegnum það sem þið hafið upplifað, getur sett sig í spor ykkar, svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á. Byrjum á þökkunum. Það er ekki sjálfgefið að búa í samfélagi sem tekur utan um þá sem missa heimili sín og samfélag. Það ber því að þakka fyrir þá staðreynd að hér standa Íslendingar alla jafna saman þegar svona miklar hamfarir eiga sér stað og skilja að við þurfum að rétta hvert öðru hjálparhönd. Það má segja að Íslendingar séu þrautgóðir á raunastund og margir hafa lagt hönd á plóginn undanfarin ár til að mæta þessari náttúruvá og afleiðingum hennar. Þarna hafa meðal annars Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarsveitin Þorbjörn sérstaklega komið að verki, Rauði krossinn, lögreglan, Veðurstofan, Almannavarnir, stjórn og starfsmenn bæjarins, sjálfboðaliðar í hjálparstöðvum, kirkjan, ættingjar og auðvitað fjölmargir aðrir sem ekki næst að telja upp hér. Á svona óvissutímum þarf margar hendur og margþættan stuðning og það ber að þakka fyrir slíkt þó vissulega vitum við að margt má gera betur til að draga úr óvissu fyrir ykkur Grindvíkinga og tryggja aðkomu ykkar að ákvörðunum sem varða ykkar framtíð. Það sem í mínum huga stendur upp úr, er að þið misstuð ekki bara heimilin ykkar, heldur líka ykkar einstaka og öfluga samfélag. Ég hef séð og heyrt frá mörgum ykkar hversu mikið það reynir á. Á móti þeirri raun hafið þið, kæru Grindvíkingar, sýnt mikið úthald og seiglu. Þessa eiginleika hafa landsmenn lengi séð í íþróttaliðum frá Grindavík en ég veit að það sama verður sagt um Grindvíkinga almennt enda er ég gift fótboltamanni úr Grindavík og hef fylgst með ykkar öfluga íþróttastarfi, kvenfélagi, skólastarfi, fiskverkendum og sjómönnum um langt skeið. Seigla og úthald eru lífsnauðsynlegir eiginleikar sem þið hafið gerst boðberar fyrir með miklum sóma – minnt okkur á úr hverju við Íslendingar erum í grunninn gerð. Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag. Það er að mínu mati lykilorðið sem vert er að huga að hvað framhaldið varðar – og reyndar hvað framtíð Íslands varðar. Því hvers virði er allt heimsins prjál ef þú átt engan vin? Einmanaleiki hefur aukist mikið í okkar landi og að undanförnu hafa margir sorglegir atburðir átt sér stað hér – atburðir af mannavöldum. Við getum fátt gert við náttúruvá annað en að læra af reynslunni og reyna að gera sífellt betur – og það virðist okkur hafa tekist í hamförunum hingað til. En við verðum líka að beina athygli og stuðningi að þáttum sem snúa að okkur sjálfum og okkar samfélagi. Öruggt húsnæði, innviðir og atvinna skipta máli í Grindavík og á Íslandi, en án mennsku, samheldins samfélags, trúar á framtíðina og getu til að takast á við hana er það allt innantómt. Það skiptir sköpum að horfa til þessara þátta, taka utan um andlegu og samfélagslegu þættina – taka utan um hvert annað og temja okkur mennsku og virðingu á viðkvæmum tímum. Þá tel ég rétt að minna okkur öll á að taka sérstaklega vel utan um viðkvæmustu hópana, eldri borgara, börnin, nýbúa og aðra sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda. Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma. Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt. Ég hef reynt að nýta erfiða tíma til að horfa innávið, tengja betur við hjarta mitt og það og þá sem skipta mig máli. Ég hef séð ykkur gera þetta sama. Í vor og sumar mættum við hjónin hópum Grindvíkinga um allan bæ að njóta lífsins og samveru þrátt fyrir allt. Við borðuðum líka með ykkur í Sjómannastofunni Vör og sáum þar samheldni þeirra sem fremst hafa farið í að halda uppi störfum hér og hafa þannig gefið lífinu mikilvægan tilgang og gildi. Ég hef ekki, frekar en þið, svör við því hversu lengi móðir náttúra ætlar að herja hér á okkur, né svör við því hvernig skal bregðast við þeim fjölda áskorana sem fylgja hennar háttalagi. En ég hef trú, bæði á ykkur og á okkar öfluga samfélagi, og vil að lokum hvetja ykkur og öll sem að málum koma til að setja á oddinn að vinna saman að framtíðarsýn fyrir ykkar samfélag. Ekkert vekur meiri von og kraft í brjósti en að fá sæti við borðið þegar erfiðleikar steðja að – móta þannig skref fyrir skref þá framtíð og það samfélag sem þið viljið. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og treysti því að við stöndum keik þegar mótlætinu linnir, ennþá reyndari og úthaldsbetri en áður. Enn öflugri Grindvíkingar í enn öflugri Grindavík.
Í dag er liðið ár frá því að ykkur var gert að rýma heimili ykkar. Ég veit að ég þarf hvorki að rifja upp aðdragandann né atburðarásina síðan, þetta er ljóslifandi í huga ykkar allra, líklega bæði í vöku og svefni. Ekkert okkar sem ekki hefur gengið í gegnum það sem þið hafið upplifað, getur sett sig í spor ykkar, svo það ætla ég ekki að reyna að gera hér í dag. Ég vil heldur gera heiðarlega tilraun til að horfa til þess sem er þakkarvert og velta upp hugleiðingum um hvað skiptir máli þegar áföll af þessu tagi dynja á sem ekki er séð fyrir endann á. Byrjum á þökkunum. Það er ekki sjálfgefið að búa í samfélagi sem tekur utan um þá sem missa heimili sín og samfélag. Það ber því að þakka fyrir þá staðreynd að hér standa Íslendingar alla jafna saman þegar svona miklar hamfarir eiga sér stað og skilja að við þurfum að rétta hvert öðru hjálparhönd. Það má segja að Íslendingar séu þrautgóðir á raunastund og margir hafa lagt hönd á plóginn undanfarin ár til að mæta þessari náttúruvá og afleiðingum hennar. Þarna hafa meðal annars Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarsveitin Þorbjörn sérstaklega komið að verki, Rauði krossinn, lögreglan, Veðurstofan, Almannavarnir, stjórn og starfsmenn bæjarins, sjálfboðaliðar í hjálparstöðvum, kirkjan, ættingjar og auðvitað fjölmargir aðrir sem ekki næst að telja upp hér. Á svona óvissutímum þarf margar hendur og margþættan stuðning og það ber að þakka fyrir slíkt þó vissulega vitum við að margt má gera betur til að draga úr óvissu fyrir ykkur Grindvíkinga og tryggja aðkomu ykkar að ákvörðunum sem varða ykkar framtíð. Það sem í mínum huga stendur upp úr, er að þið misstuð ekki bara heimilin ykkar, heldur líka ykkar einstaka og öfluga samfélag. Ég hef séð og heyrt frá mörgum ykkar hversu mikið það reynir á. Á móti þeirri raun hafið þið, kæru Grindvíkingar, sýnt mikið úthald og seiglu. Þessa eiginleika hafa landsmenn lengi séð í íþróttaliðum frá Grindavík en ég veit að það sama verður sagt um Grindvíkinga almennt enda er ég gift fótboltamanni úr Grindavík og hef fylgst með ykkar öfluga íþróttastarfi, kvenfélagi, skólastarfi, fiskverkendum og sjómönnum um langt skeið. Seigla og úthald eru lífsnauðsynlegir eiginleikar sem þið hafið gerst boðberar fyrir með miklum sóma – minnt okkur á úr hverju við Íslendingar erum í grunninn gerð. Og á einhvern óskiljanlegan máta tókst ykkur á þessum erfiðu tímum að flytja ykkar einstaka samfélagsanda á ný mið – til dæmis á hliðarlínu körfuboltaleikja í vor, þar sem við hjónin náðum oft að vera með ykkur og upplifa eitthvað sem engin orð fá lýst – nema þá helst orðið samfélag. Það er að mínu mati lykilorðið sem vert er að huga að hvað framhaldið varðar – og reyndar hvað framtíð Íslands varðar. Því hvers virði er allt heimsins prjál ef þú átt engan vin? Einmanaleiki hefur aukist mikið í okkar landi og að undanförnu hafa margir sorglegir atburðir átt sér stað hér – atburðir af mannavöldum. Við getum fátt gert við náttúruvá annað en að læra af reynslunni og reyna að gera sífellt betur – og það virðist okkur hafa tekist í hamförunum hingað til. En við verðum líka að beina athygli og stuðningi að þáttum sem snúa að okkur sjálfum og okkar samfélagi. Öruggt húsnæði, innviðir og atvinna skipta máli í Grindavík og á Íslandi, en án mennsku, samheldins samfélags, trúar á framtíðina og getu til að takast á við hana er það allt innantómt. Það skiptir sköpum að horfa til þessara þátta, taka utan um andlegu og samfélagslegu þættina – taka utan um hvert annað og temja okkur mennsku og virðingu á viðkvæmum tímum. Þá tel ég rétt að minna okkur öll á að taka sérstaklega vel utan um viðkvæmustu hópana, eldri borgara, börnin, nýbúa og aðra sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda. Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma. Ég hef sjaldnast skilið það þegar ég hef staðið í miðjum erfiðleikunum en löngu síðar, stundum áratugum síðar, hef ég getað horft á það sem lífið hefur fært mér og séð að allt hefur það á endanum eflt mig og styrkt. Ég hef reynt að nýta erfiða tíma til að horfa innávið, tengja betur við hjarta mitt og það og þá sem skipta mig máli. Ég hef séð ykkur gera þetta sama. Í vor og sumar mættum við hjónin hópum Grindvíkinga um allan bæ að njóta lífsins og samveru þrátt fyrir allt. Við borðuðum líka með ykkur í Sjómannastofunni Vör og sáum þar samheldni þeirra sem fremst hafa farið í að halda uppi störfum hér og hafa þannig gefið lífinu mikilvægan tilgang og gildi. Ég hef ekki, frekar en þið, svör við því hversu lengi móðir náttúra ætlar að herja hér á okkur, né svör við því hvernig skal bregðast við þeim fjölda áskorana sem fylgja hennar háttalagi. En ég hef trú, bæði á ykkur og á okkar öfluga samfélagi, og vil að lokum hvetja ykkur og öll sem að málum koma til að setja á oddinn að vinna saman að framtíðarsýn fyrir ykkar samfélag. Ekkert vekur meiri von og kraft í brjósti en að fá sæti við borðið þegar erfiðleikar steðja að – móta þannig skref fyrir skref þá framtíð og það samfélag sem þið viljið. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og treysti því að við stöndum keik þegar mótlætinu linnir, ennþá reyndari og úthaldsbetri en áður. Enn öflugri Grindvíkingar í enn öflugri Grindavík.
Grindavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira